„Pabbi stofnaði lítið verkstæði 1964, þar sem þeir voru tveir að gera við bíla. Síðar fluttu þeir inn varahluti og jafnvel saumavélar. Árið 1977 hófst innflutningur á Daihatsu-bílum. Ég byrjaði að sniglast í kringum reksturinn 10 ára gamall í varahlutaversluninni, sópaði gólfin og fór svo í bílaþrifin. Ég hóf síðan nám í viðskiptafræði, sinnti markaðsmálum og sá um tölvurnar. Árið 1999 tók ég við sem forstjóri Brimborgar,“
segir Egill Jóhannsson. Túristi vill ræða við hann um rafbílavæðinguna og þær miklu breytingar sem felast í henni.

Auglýsing í Morgunblaðinu 1978 - MYND: Tímarit.is
Það var stórt stökk fyrir Brimborgar-fjölskylduna 1988 að taka yfir rekstur Veltis, sem var með Volvo-umboðið á Íslandi. Aðeins 27 starfsmenn höfðu þá sinnt Daihatsu-umboðinu en starfsmenn Veltis voru tæplega 100 talsins. Síðan bættist Ford við 1995, Citroën kom 2000 og næst Mazda árið 2005. Í millitíðinni hætti Daihatsu sölu í Evrópu. Síðan kom Peugeot árið 2016, Polestar, kínverskur systurbíll Volvo, birtist 2021 og loks varð þýski Opel eitt af merkjum Brimborgar árið 2022.
Þetta eru mörg og ólík bílamerki. Egill viðurkennir að það sé á margan hátt flókið að selja og þjónusta svo margar tegundir, sem eru keppinautar á markaðnum.
„Við uppfyllum kröfur allra framleiðenda og erum með sjö aðskilin söluteymi en gætum okkar á að skapa ekki of mikla samkeppni innanhúss. Ef sami sölumaður ætti að selja öll merkin er hætta á að hann selji bara það sem auðveldast er að selja. Þetta þýðir líka að markaðsstarfið verður flóknara. Við erum með fjóra markaðsstjóra.“

Egill hefur verið forstjóri fjölskyldufyrirtækisins Brimborgar frá 1999 - MYND: ÓJ
Stöðugt hækkar hlutfall rafbíla í bílasölunni á Íslandi. Hefur þróunin í sölu þeirra verið eins og þú bjóst við?
„Á heimsvísu er hún eins og ég bjóst við að hún yrði. Það mátti gera ráð fyrir að rafbílasala færi á skrið árið 2020. Nú er markaðshlutdeild rafbíla í heiminum fimm til sex prósent. Það tekur sex til átta ár að þróa, smíða og setja nýja gerð bíls á markað. Áætlanir framleiðenda miðast við að selja þurfi þessa bíla sem tekið hefur þetta langan tíma að koma á markað. Nú erum við loksins farin að sjá verulega hækkandi hlutfall rafbíla í heildarsölu í mörgum Evrópulöndum.“
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.