Víða um heim er kvartað undan troðningstúrisma, of miklum fjölda ferðamanna á tilteknum stöðum á sama tíma. Þessa umræðu þekkja lesendur Túrista. Ferðamenn blása vissulega lífi í efnahag margra landa, borga eða svæða, fjölga veitingastöðum og verslunum - en á sama tíma valda þeir miklu umhverfisálagi og skemmdum, gera samfélögin sem þjóna þeim á margan hátt einsleitnari. Það sést strax á yfirbragði þorps eða borgar hvort túrismi er þar drjúg tekjulind íbúa. Miðborg Reykjavíkur á margt sameiginlegt með þéttsetnustu túristabæjum álfunnar: Lundabúðirnar eru víða.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.