Að ferðast hefur áfram forgang

Ekki er talið að dragi á næstunni úr ferðaviljanum sem sótti að fólki eftir heimsfaraldur. Þrátt fyrir hátt verð á flugmiðum, óvissar efnahagshorfur og versnandi afkomu heimila, bendir flest til mikillar eftirspurnar í ferðaheiminum fram á næsta ár.

Á færibandi til Feneyja? Flugfarþegar á Manchester-flugvelli MYND: ÓJ

Alþjóðleg flugumferð á þessu ári er orðin um 90 prósent af því sem hún var fyrir heimsfaraldurinn, samkvæmt tölum frá IATA. Þyngstur hefur verið straumur fólks til sunnanverðrar Evrópu úr hinu svala norðri - þrátt fyrir mjög mikla hita í löndum við Miðjarðarhafið í júlímánuði. Bandarískir ferðamenn hafa í allt sumar flykkst yfir til Evrópu og eru áberandi á ferðamannaslóðum - líka á Íslandi. Ekki eru horfur á að þetta breytist á næstunni.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.