Af talningunni að dæma hefur markaðurinn fyrir Íslandsferðir í Sviss hrunið

Þrátt fyrir miklu tíðari flugferðir milli Íslands og Sviss þá fækkar Svisslendingunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í það minnsta samkvæmt talningu Isavia og Ferðamálastofu.

Ferðahópur á Þingvöllum
Ferðahópur á Þingvöllum. Mynd: ÓJ

Því hefur verið haldið fram að verðmætustu ferðamennirnr komi frá Sviss enda eyði þeir mestu. Síðar kom í ljós að íslenskir auðmenn með svissnesk greiðslukort skekktu þá útreikninga. Það eru nefnilega ekki bara svissneskir túristar sem borga fyrir íslenska vörur og þjónustu með svissneskum frönkum.

Engu að síður má reikna með að ferðamenn frá Sviss eyði meiru en margir aðrir enda verðlagið hér á landi ekki ósvipað því sem gerist og gengur í Alpalandinu. Svisslendingar eru vanir að borga mikið fyrir hitt og þetta.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.