Bara nokkrar ferðir til Íslands í vetur

Stjórnendur Norwegian sjá ekki tækifæri í að halda óbreyttum takti í Íslandsfluginu í vetur. Umsvif félagsins á Keflavíkurflugvelli hafa eru í dag sáralítil miðað við það sem áður var.

Frá miðborg Óslóar. MYND: KS

Tveimur vikum eftir gjaldþrot Wow Air boðaði Icelandair aukið flug til sólarlanda en flugfélag Skúla Mogensen var mun stórtækara á þeim markaði en Icelandair hafði nokkurn tíma verið. Ekkert varð þó af þessum áformum því kyrrsetning á Boeing Max þotunum allt árið 2019 gerði það að verkum að Icelandair átti fullt í fangi með að sinna gamla leiðakerfinu.

Það var því Norwegian sem fyllti skarðið sem Wow Air skyldi eftir sig í ferðum milli Íslands og Spánar. Á tímabili flugu þotur félagsins til Íslands frá fimm spænskum flugvöllum og veturinn fyrir kórónuveirufaraldurinn stóð Norwegian fyrir um 70 brottförum í mánuði frá Keflavíkurflugvelli.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.