Borgirnar 10 sem oftast var flogið til

Farþegar á flugvellinum við Kastrup í Kaupmannahöfn. MYND: ÓJ

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu flogið beint til rúmlega sjötíu borga og bæja í síðasta mánuði. Á sumum stöðum lenda flugvélarnar á mismunandi flugvöllum, til að mynda í London, New York og París.

Ferðirnar héðan til þessara þriggja stórborga voru samt færri en til Kaupmannahafnar sem er auðvitað miklu fámennari. Þangað var flogið nærri sjö sinnum á dag að jafnaði og munar þar mestu um fjórar daglegar ferðir á Icelandair. Auk þess bjóða Play og SAS upp á daglegar ferðir héðan til dönsku höfuðborgarinnar.

Allar þær 10 borgir sem oftast var flogið til í júlí eru hluti af leiðakerfi Icelandair enda stóð félagið undir 60 prósent af umferðinni um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði. Sjö af borgunum eru hluti af áætlun Play, aðeins Frankfurt, Ósló og Chicago eru það ekki. Sú fyrst nefnda bætist þó við leiðakerfi félagsins í vetur.