Breytt ferðahegðun í hitnandi heimi

Sérfræðingar Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gera ráð fyrir að töluverðar breytingar verði á ferðahegðun vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Ferðafólki mun fækka í suðrinu en fjölga í norðri. Fleiri setji stefnuna á Wales en færri til Kýpur og grísku eynna. Almennt er þó búist við vexti í ferðaþjónustu.

Konur á ferð í Aþenu MYND: ÓJ

Ferðaþjónusta er mikilvægur þáttur í þjóðarframleiðslu Evrópusambandsríkja en loftslagsbreytingar eiga eftir að hafa mikil áhrif afkomu í einstökum löndum og á tilteknum svæðum. Rannsóknasetur Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins birti í sumar niðurstöður rannsóknar á mögulegum áhrifum hlýnunar andrúmsloftsins á þessa mikilvægu atvinnugrein á komandi áratugum. Notuð voru gögn 20 ár aftur í tímann frá 269 evrópskum héruðum og svæðum og reynt að meta áhrif veðurfars á ferðamennsku.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.