Ekki verði nema 60 km á milli hraðhleðslustöðva

Evrópuþingið setti lög í síðasta mánuði sem skylda aðildarríkin til að sjá til þess að ekki verði meira en 60 kílómetrar á milli hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla á hraðbrautum. Þessu verki þarf að ljúka fyrir árslok 2025.

Það er enginn vandi að komast á milli bensínstöðva á Íslandi MYND: ÓJ

Markmið Evrópusambandsins er að hvarvetna í álfunni verði hægt að aka um á rafbíl eftir meginleiðum án þess að óttast að komast ekki á hleðslustöð. Stöðvarnar þurfa að skila 400 kw hið minnsta 2026 en 600 kw frá 2028. Allar tegundir rafbíla verða að geta tengst við þessar stöðvar. Aðeins meiri slaki er gefinn til að fjölga hraðhleðslustöðvum fyrir flutningabíla. Frá árinu 2031 eiga að vera komnar upp hraðhleðslustöðvar fyrir þá með innan við 60 km bili á milli við helstu hraðbrautir en jafnframt líka vetnisstöðvar með 200 km bili.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.