Fá 100 daga frest til viðbótar

Þota SAS á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. MYND: ÓJ

Ef upphafleg áform stjórnenda SAS hefðu gengið eftir þá nyti félagið ekki lengur í gjaldþrotaverndar bandarískra dómstóla og væri komið með nýja eigendur. Þessi áætlun sem kynnt var síðastliðið sumar, þegar sóst var eftir gjaldþrotaverndinni, hefur hins vegar ekki gengið eftir. Nú í byrjun ágúst báðu stjórnendur SAS svo um að hið bandaríska Chapter-11 ferli yrði framlengt um 100 daga til viðbótar. Samþykki fyrir því var var veitt á föstudag.

Þar með geta óánægðir kröfuhafar ekkert gert til að hafa áhrif á þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem SAS hefur staðið í síðastliðið ár

Líkt og áður hefur verið fjallað um hér á síðum Túrista þá er búist við að bandarískur fjárfestingasjóður og danska ríkið verði stærstu hluthafar SAS þegar hið boðaða hlutafjárútboð hefur loks farið fram. Áhugasamir fjárfestar hafa frest til 18. september til að leggja inn tilboð í SAS en eingöngu verða horft til boða í mjög stóra hluti. Hinn almenni fjárfestir þarf því að bíða aðeins lengur með því að eignast hlut í hinu nýja SAS en núverandi hlutafé verður afskrifað að nærri öllu leyti.