Ferðamálastjóri er hlynntur aðgangsstýringu

Búist er við að ferðamönnum á Íslandi fjölgi áfram. Verulegur hluti þeirra fer svonefndan „Gullna hring" á Suðurlandi. Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri, segir að styrkja þurfi innviði á helstu viðkomustöðum en ákvarðanir um aðgangsstýringu hafi áhrif á það hversu þörfin sé mikil.

Ferðamenn bíða þess að gjósi MYND: ÓJ

Gullni hringurinn er um 210 kílómetra akstursleið sem liggur um og við marga áhugaverða og fagra staði á Suðurlandi. Hún liggur frá Reykjavík um Mosfellsheiði í þjóðgarðinn á Þingvöllum og þaðan um Lyngdalsheiðarveg að Laugarvatni og upp Biskupstungnabraut að Geysi og Gullfossi. Síðan er ekið að Reykholti, komið við í Friðheimum. Þaðan haldið niður Grímsnes að Kerinu og síðan ekið yfir Ölfusá og í átt að Hellisheiði og yfir hana til Reykjavíkur. Margar aðrar útfærslur eru í boði, t.d. að fara Suðurstrandarveg og kanna ný hraun á Reykjanesskaga - eða fara lengra í austurátt, meðfram svartri ströndinni. Það er ekki að undra að mikill fjöldi erlendra ferðamanna sé á þessum slóðum. Þarna er margt að sjá og margs njóta - og hægt er að fara um þessar slóðir í dagsferðum út frá Reykjavík. Túristi ræðir um Gullna hringinn við ferðamálastjórann, Arnar Má Ólafsson.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.