Gamli heimurinn kvaddur

Víetnamski bílaframleiðandinn VinFast náði undraverðum árangri við skráningu á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í New York og telst nú verðmætara fyrirtæki en fornir risar á bílamarkaði. Þó hefur víetnemski framleiðandinn aðeins selt 187 bíla í Bandaríkjunum. Væntingar um ágóða af orkuskiptum í samgöngum eru miklar.

Forráðamenn VinFast fagna árangrinum á skráningardegi á Nasdaq MYND: VinFast

Í lok viðskipta á Nasdaq á þriðjudag kostaði hluturinn í VinFast rúma 37 dollara og heildarvirði fyrirtækisins var þá 85 milljarðar. Þar með var víetnamski bílaframleiðandinn orðinn verðmætari en gömlu heimsrisarnir Ford, General Motors og Volkswagen. Hver hefði trúað því fyrir áratug að þetta gæti gerst?

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.