Hæg umsvif í Kína valda áhyggjum á Vesturlöndum

Erfiðleikar á fasteigna- og fjármálamörkuðum í Kína, lítil eftirspurn og mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks, hafa áhrif á afkomu fyrirtækja um allan heim. Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að Kínverjar ferðast minna en búist var við.

Ferðafólk í Feneyjum

Vaxandi áhyggjur eru meðal stjórnenda fyrirtækja á Vesturlöndum vegna þess hversu hæg efnahagsumsvif eru í Kína, næst stærsta hagkerfi heimsins. Viðvörunarljós kvikna hvert af öðru vegna þess hversu hægt miðar að koma kínverska hagkerfinu í fullan gang eftir að takmörkunum sem fylgdu Covid-19 var aflétt. Kínverskir neytendur eru varfærnir og virðast dálítið efins um hvert eigin stjórnvöld stefna. Mikið atvinnuleysi er meðal ungs fólks og margir hafa farið illa út úr fasteignaviðskiptum að undanförnu. Þrátt fyrir að vextir og verð hafi lækkað hefur neysla ekki aukist og dregið hefur úr útflutningi. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.