Kínverjar leyfa hópferðir til Bandaríkjanna

Kínversk stjórnvöld hafa aflétt banni við hópferðum til Bandaríkjanna, Japans, Suður-Kóreu, Ástralíu, Þýskalands, Bretlands og fleiri landa sem mjög hafa reitt sig á tekjur af kínverskum ferðamönnum. Kanada verður áfram í skammarkróknum.

Kínverskir ferðahópar máttu heimsækja Ítalíu í mars síðastliðinn. MYND: ÓJ

Ráðuneyti menningar og ferðamála í Kína tilkynnti í dag um að fjölgað hefði verið þeim löndum sem kínverskir ríkisborgarar geta nú heimsótt í skipulögðum hópferðum.

Þetta er þriðji listinn sem birtur er á árinu. Vænta má að þessari ákvörðun verði fagnað mjög víða. Kínverskir ferðamenn eyddu fyrir Covid-19 meira fé en nokkur önnur ferðaþjóð, eða 255 milljörðum dollara árið 2019. Um 60 prósent af heildar fjárhæðinni kom frá ferðafólki í hópferðum.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.