Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er ekki fylgjandi komugjöldum á flugfarþega. Hann telur heppilegra að nota gjaldtöku til álagsstýringar á ferðamannastöðum.
Í komusal Keflavíkurflugvallar á mánudag
MYND: ÓJ
Ríkisútvarpið segir á vef sínum að Birgir Jónsson, forstjóri Play-flugfélagsins, sé tilbúinn að skoða upptöku komugjalds á ferðamenn. Orðrétt er haft eftir Birgi: „Ef að ferðamenn væru að borga einhvers konar komugjald sem að færi í að búa til innviði fyrir ferðamannaiðnaðinn í landinu, ég held að það væri eitthvað sem ætti að skoða. Því við erum með mjög eftirsótta auðlind og við ættum alls ekki að gefa hana.“
Í sömu frétt er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að hann vilji frekar að horft sé til gæða fremur en fjölda.
Túristi leitaði til Boga Nils Bogasonar um nánari skýringar. Er hann að tala um aðgangsstýringu, einskonar náttúrupassa, eða vill hann sjá komugjald eins og keppinauturinn?
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair – MYND: Icelandair
„Flug og ferðaþjónusta skila í dag gríðarlegum skatttekjum til í ríkissjóðs sem hægt væri að nýta mun betur til uppbyggingar innviða fyrir ferðaþjónustu en gert er í dag og nýverið var tekin ákvörðun um að leggja á varaflugvallargjald,“ segir Bogi Nils í svari við fyrirspurn Túrista – og bætir við:
„Ef horfa á til frekari gjaldtöku á flug og ferðaþjónustu, þá tel ég að komugjald væri ekki góð leið. Miklu frekar ætti að horfa til þess að nýta gjaldtökuna til álagstýringar á sama tíma og hún skilaði fjármunum sem myndi nýtast til uppbyggingar innviða fyrir ferðaþjónustuna.“
Ferðafólk kveður landið á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ
Bogi Nils nefnir sem dæmi:
„Ferðamaður sem færi að skoða Gullfoss og Geysi um miðjan dag í júlí ætti að borga meira en ferðamaður sem færi eingöngu um Austfirði. Að sjálfsögðu myndi það sama gilda um ferðamenn sem koma með skipum og flugi. Með þessu móti væri hægt að stýra álaginu á helstu náttúruperlur betur en áður, sem er algjörlega nauðsynlegt til þess að ferðaþjónustan, og þar með íslenska hagkerfið, geti haldið áfram að vaxa og dafna. Komugjöld í Keflavík hjálpa ekkert til við slíka stýringu.“
Ferðamenn bíða þess að Strokkur gjósi – MYND: ÓJ
Fréttir
EasyJet ræðst til atlögu við rokksveit frá Leicester
Hljómsveit fimm stráka frá Leicester á Englandi hefur verið hótað málsókn frá flugfélaginu EasyJet ef hún skipti ekki um nafn hið fyrsta. Strákunum þykir þetta drepfyndið en flugfélaginu er alvara.
Fréttir
Búast má við harðnandi samkeppni hótela og Airbnb
Hingað til hafa hótelhringir og leigusíður eins og Airbnb ekki barist að marki um sömu kúnna en búast má við að það breytist á komandi árum vegna vaxandi umsvifa. Stöðugt fjölgar þeim sem vilja sinna fjarvinnu frá nýjum stöðum.
Fréttir
Evrópusambandið hagnast á afsláttarstefnu Breta í losunarmálum
Með því að slá af kröfum um eigin losun eru Bretar að færa Evrópusambandinu auknar tekjur af losunargjöldum næsta áratuginn - í stað þess að láta þær renna í ríkissjóð Bretlands.
Fréttir
Íhuga að rukka notendur Instagram og Facebook
Stjórnendur samfélagsmiðlasamsteypunnar Meta, sem á Facebook, Instagram og WhatsApp, leggja nú mat á kosti og galla þess að rukka notendur Facebook og Instagram mánaðargjald. Upphæðin yrði 14 bandaríkjadollarar eða um 2.000 krónur. Ef af verður þá verður gjaldið lagt á innan nokkurra mánaða samkvæmt frétt Wall Street Journal. Gjaldið er þó valfrjálst því það munu … Lesa meira
Fréttir
Óseldu sætin fá hjá þeim stærstu
Það voru nærri 16 milljónir farþega sem nýttu sér áætlunarferðir Ryanair í síðasta mánuði og að jafnaði voru 94 af hverjum 100 sætum seld. Ryanair er stærsta flugfélag Evrópu í farþegum en ennþá flýgur félagið ekki hingað til lands. Það gerir hins vegar Wizz Air sem er næststærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu. Í nýliðnum september flaug það … Lesa meira
Fréttir
Stöðva tímabundið framleiðslu á minni rafbílum
Þó sala á rafbílum aukist jafnt og þétt þá ætlar þýski bílarisinn Volkswagen að gera stutt hlé á framleiðslu á tveimur tegundum rafbíla. Hörð samkeppni við kínverska bílaframleiðendur kemur nefnilega illa við Volkswagen samkvæmt frétt Bloomberg. Eftirspurn eftir Volkswagen ID3 og Cupra Born hefur minnkað og sérstaklega í heimalandinu bílaframleiðandans, Þýskalandi. Af þeim sökum verður … Lesa meira
Fréttir
Troðningur – eða bara tuð?
Það er komið haust og enn eru erlendir ferðamenn mjög áberandi í miðborg Reykjavíkur. Eru þeir of margir miðað við íbúafjölda? Er Reykjavík ein ofsetnasta ferðamannaborg Evrópu, eins og haldið hefur verið fram?
Fréttir
Þær 15 borgir sem oftast var flogið til
Það var flogið reglulega frá Keflavíkurflugvelli til nærri 80 flugvalla í nýliðnum september og oftast tóku þoturnar stefnuna á flugvellina við höfuðborg Bretlands. Ferðirnar þangað voru að meðaltali nærri 6 á dag en umferðin héðan til Kaupmannahafnar var litlu minni. Þar í borg lenda allar þoturnar á sama stað á meðan Íslandsflugið frá London dreifist … Lesa meira