Lestin kemur

Járnbrautarsamgöngur njóta vaxandi vinsælda í Evrópu vegna lítils kolefnisfótspors. Víða er fólk hvatt til að taka lestina frekar en að fljúga og talað er um endurkomu næturlestanna. Vanræksla síðustu áratuga heftir þó umskiptin og stöðugt framboð á ódýrum flugmiðum.

Lestin er komin MYND: ÓJ

Fyrir nokkrum áratugum var vinsælt að ferðast með lestum langar leiðir á milli landa á nóttunni. Þá var enginn að hugsa um kolefnisfótspor heldur var þetta einfaldlega ódýr ferðamáti. Flugferðir voru dýrar. Þau sem fóru á Interrail hér á árum áður muna þetta vel. Svo kom að því að lestarsamgöngur misstu ljómann. Lággjaldaflugfélögin komu til sögunnar, flugferðir urðu ódýrari - og fleiri eignuðust bíla eða leigðu þá. Færri töldu sig hafa tíma til að ferðast með næturlest eða sáu ekki rómantíkina í því. Niðurstaðan varð áralöng vanræksla lestarsamgangna. Ferðir voru felldar niður. Farþegum fækkaði jafnt og þétt.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.