Lestin stöðvast

Hnignun breska lestarkerfisins hefur mikið verið rædd síðustu misseri. Mislukkuð einkavæðing, gallað rekstrarfyrirkomulag, slök stjórnun, undirfjármögnun og vinnudeilur hafa veikt þessa mikilvægu innviði í landinu. Þetta gerist á sama tíma og vaxandi áhugi er á lestarsamgöngum sem vistvænum samgöngumáta.

Lestir
Lime-stöðin í miðborg Liverpool MYND: ÓJ

Túristi tók á mánudagsmorgni flugvallarlestina til Manchester frá Lime-stöðinni í Liverpool. Þetta er nú engin hraðlest, hún kemur við á mörgum stöðum á leiðinni. Hvað um það, tíminn var nægur. Eða hvað?

Á miðri leið stöðvaðist lestin við litla úthverfisstöð og fór ekki af stað aftur. Farþegar dæstu. Hvað nú? Lestarstjórinn tilkynnti um bilun. Svo sást hann ganga, sveittur af örvæntingu, fram og til baka á lestarpallinum með síma við eyrað. Ekkert gerðist í góða stund. Ekki kom önnur lest eða rútur að flytja farþegana á flugvöllinn. Ekkert starfsfólk birtist til að aðstoða vesalings lestarstjórann. Sumir farþeganna létu sig hverfa, reyndu að ná í leigubíla. Allt í einu tilkynnti lestarstjórinn að hann kæmi lestinni inn í miðborg Manchester. Fólk stökk aftur inn í lestina sem náði inn í miðborgina. Þar var fólk beðið að yfirgefa hana og taka aðra lest sem færi á flugvöllinn.

Á lestarstöðini við Manchester-flugvöll - MYND: ÓJ

Auðvitað getur allt bilað og vesalings lestarstjórinn margítrekaði afsökunarbeiðnir sínar fyrir hönd fyrirtækisins. Hann var augljóslega pirraður út í kompaníið. En það var dæmigert fyrir ástand lestarsamgangna í Bretlandi að sjá hversu léleg viðbrögð lestarfyrirtækisins voru: Að ekki kæmi starfsfólk að leiðbeina farþegum. Ekkert varaplan virtist til staðar. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.