Ný trébryggja verður formlega tekin í notkun hjá Sjóminjasafninu í Reykjavík í Vesturbugt við athöfn sem Faxaflólahafnir hafa boðað til á Menningarnótt. Hún kemur í stað bryggju frá því um miðbik síðustu aldar. þegar uppbyggingu Grandagarðs hófst.
Við athöfnina, sem hefst kl. 13 á morgun, mun Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, segja frá sögu Reykjavíkurhafnar og tónlistamaðurinn KK flytja nokkur lög. Nýja bryggjan fær síðan nafn og verður formlega tekin í notkun. Við bryggjuna liggja dráttarbáturinn Magni og gamla varðskipið Óðinn sem gestir fá tækifæri til að skoða að athöfn lokinni.

Magni og Óðinn við nýju bryggjuna sem fær nafn á Menningarnótt – MYND: Faxaflóahafnir