Play semur við TourDesk

MYND: TourDesk

Flugfélagið PLAY og nýsköpunar- og hugbúnaðarfyrirtækið TourDesk hafa skrifað undir samstarfssamning sem gerir farþegum PLAY fært að skipuleggja og bóka afþreyingu í gegnum kerfi TourDesk.

TourDesk er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem býður veflausnir sem auðvelda eiga fyrirtækjum í ferðaþjónustu að bóka afþreyingu fyrir ferðalanga. Þegar býður fjöldi ferðaskipuleggjenda í Evrópu ferðir til sölu í gegnum TourDesk og flest hótel á höfuðborgarsvæðinu notfæra sér þjónustu TourDesk, samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Með þessu samstarfi mun PLAY innleiða veflausn TourDesk í þjónustuframboði sínu.