Það var mjög mikill fjöldi fólks í þjóðgarðinum þegar Túristi renndi í hlað á sólskinsmorgni. Rútur fylltu bílastæðið við þjónustumiðstöðina og raunar öll stæði fyrir neðan Hakið líka. Straumur fólks rann niður Almannagjá og um alla stíga og palla. Erlendir ferðamenn voru í yfirgnæfandi meirihluta. Þingvellir eru vinsælasti áfangastaður þeirra á Íslandi. Það er nóg að gera hjá starfsfólki þjóðgarðsins. Einar Á.E. Sæmundsen er þjóðgarðsvörður.

Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður - MYND: ÓJ
Stefnir í enn eitt metsumarið?
„Það hefur verið mjög mikið af fólki á ferðinni í sumar og til dæmis í júlí hefur á milli 6 til 7 þúsund manns gengið um Almannagjá á hverjum degi. Við höfum gönguteljara sem ná aftur til 2017 sem sýna að tölurnar fyrir tímabilið frá 1. júní – 1. ágúst 2023 er nánast á pari við sumarið 2019. Þannig að árið 2023 stefnir í að vera svipað og 2019. Hvað svo gerist á næsta ári vitum við ekki en ef það verður áframhaldandi fjölgun þá má búast að 2024 verði metárið miðað við okkar teljara."


Ferðafólk á mögnuðum útsýnisstað - MYNDIR: ÓJ
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.