Telur að Play tapi ekki á offramboði

„Við erum með kostnað á heilanum og berum okkur stöðugt saman við bestu lággjaldafélögin í heiminum til að hvetja okkur til að gera betur. Stundvísi okkar er líka með því besta sem þekkist í heiminum," segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Hann segir að Play óttist ekki offramboð.

Farþegar ganga um borð í flugvél Play í París MYND: ÓJ

Framboð á flugsætum héðan út í heim hefur aukist hratt í ár og er meira en það var 2019. Áætlunarferðir í byrjun næsta árs verða að óbreyttu fleiri en metárið 2018 samkvæmt talningu Túrista.

Forstjóri Icelandair hefur bent á að aukið framboð hér á landi sé hlutfallslega meira en í nágrannalöndum en á sama tíma sé afkoman ekki eins góð. Play er áfram rekið með tapi og stjórnendur Icelandair gera ekki ráð fyrir að ná því hagnaðarhlutfalli sem félagið hefur sett sér til lengri tíma. Forstjóri Icelandair sagði í viðtali við Túrista í gær að mikið framboð á flugi til og frá Íslandi, sérstaklega á síðasta fjórðungi ársins, hefði líklega neikvæð áhrif á afkomuna hér heima.

Play stendur undir langstærstum hluta framboðsaukningarinnar en forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, er ekki smeykur við afleiðingar offramboðs.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.