Varla er nokkurt annað samfélag á Íslandi jafn alþjóðlegt og eins háð ferðaþjónustu og Mýrdalshreppur með sístækkandi þorpið í Vík. Hvergi á landinu er jafn hátt hlutfall íbúa af erlendum uppruna - yfir 50 prósent og hlutfallið fer hækkandi. Nýlega voru 974 íbúar skráðir í Mýrdalshreppi en 1. desember 2022 voru þeir 880. Fyrir um áratug bjuggu aðeins 450 í hreppnum. Íbúafjöldinn hefur því tvöfaldast á stuttum tíma. Sveitarstjórinn er hinsvegar Mýrdælingur í marga ættliði, frá Sólheimahjáleigu, Einar Freyr Elínarson:
„Þetta eru mjög spennandi tímar í sögulegu ljósi - svipað og gerðist þegar sjávarþorpin urðu til við strendur landsins,"
segir Einar Freyr og það er óhætt að segja að hraði uppbyggingar í Vík sé ævintýralegur.

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps
Vægi ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi er yfirgnæfandi. Fólk streymir þangað frá fjölmörgum löndum til að vinna. Svo bætist við stöðugur ferðamannastraumur í Dyrhólaey og Reynisfjöru, í verslun, þjónustu og afþreyingu í Vík og næsta nágrenni. Ferðamenn sækja á Mýrdalsjökul og inn á hálendið allt um kring. Þetta er mikið álag fyrir sveitarfélag með um þúsund íbúa. Á hverjum degi er yfirgnæfandi hluti fólks þarna og á ferðinni í gegn af erlendum uppruna.


Mörg veitingahús eru komin í Vík - MYNDIR: ÓJ
„Okkur hefur þótt hægt miða að fá skilning á þessu en nú skynjum við breytingar. Það er ekki hægt að meta álag á innviði út frá íbúafjölda. Þetta er glænýr veruleiki fyrir ríkisvaldið."
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.