„Þetta finnst gestum okkar alveg magnað“

Jarðhitasýningin við Hellisheiðarvirkjun gæti dregið að hátt í 100 þúsund gesti á þessu ári. „Það er svo gaman að sjá þá nýsköpun og þróun sem á sér stað á svæðinu og skemmtileg áskorun að endurspegla starfsemina á aðgengilegan hátt fyrir fjölbreyttan hóp gesta," segir Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri.

Gestir Jarðhitasýningar horfa á samspil náttúru og nýtingar MYND: ÓJ

Magnað þróunar- og nýsköpunarstarf fer fram við Hellisheiðarvirkjun. Þar sem stöðugt er unnið að því að bæta nýtingu orkunnar og fanga koltvísýring og brennisteinsvetni og umbreyta í stein. Þetta hefur vakið heimsathygli og ferðafólk hópast á Jarðhitasýninguna til að fræðast um þetta starf á tímum loftslagsógna. Laufey Guðmundsdóttir er sýningarstjóri:

Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri, í Hellisheiðarvirkjun - MYND: Páll Jökull Pétursson

Hafa vinsældir sýningarinnar farið vaxandi? 

„Já sannarlega hefur Jarðhitasýningin náð sambærilegum vinsældum og hún var búin að ná á stærstu árunum fyrir Covid-19. Jarðhitasýningin var lokuð stóran hluta af 2020 og 2021. Við fundum strax fyrir örum vexti og auknum fyrirspurnum þegar takmörkunum var aflétt vorið 2022. Gestafjöldinn í ár er nú þegar kominn í um 50 þúsund gesti - miðað við 54 þúsund allt árið í fyrra. Ég reikna með að heildar gestafjöldi verði tæplega 100 þúsund í lok árs."

Rútur koma og fara allan daginn - MYNDIR: ÓJ

Ég fór á sýninguna og tók eftir því að fyrir utan stóðu margar rútur. Inni á sýningunni var fjöldi gesta, flestir erlendir, og allir virtust mjög áhugasamir. Er stöðugur straumur gesta á sýninguna?

„Þegar þú heimsóttir sýninguna þá voru stórir hópar í húsi. Á sumrin er fjöldi hópa af skemmtiferðaskipunum á leið um Gullna hringinn. Einnig koma fjölmargir erlendir skólahópar til okkar og er Jarðhitasýningin oft fyrsti viðkomustaður á leið um landið. Auk þess koma almennir ferðahópar og hópar tengdir ráðstefnum eða öðrum viðskiptaferðum. Stærstu mánuðirnir hjá okkur júní, júlí, ágúst - og út september. Á veturna koma skólahóparnir sterkir inn, svo er spurning hvort það jafnist ekki út gestafjöldinn yfir vetrarmánuðina þegar Asíumarkaður opnast aftur almennilega."

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.