Þrefalt fleiri innflytjendur við störf í ferðaþjónustu

Fyrir áratug síðan voru starfsmenn með íslenskan bakgrunn fimmfalt fleiri í ferðaþjónustu en innflytjendur. Núna er bilið miklu minna.

Ferðamenn afgreiddir við Geysi MYND: ÓJ

Það voru 35 þúsund manns sem unnu við ferðaþjónustu hér á landi í júní samkvæmt nýrri samantekt Hagstofunnar. Starfsmannafjöldinn er á pari við sumarið 2018 en þá voru ferðamennirnir líka jafn margir og núna.

Þetta er vísbending um að áfram þurfi jafn marga starfsmenn fyrir hvern ferðamann sem hingað kemur. Hins vegar hefur orðið mikil breyting á bakgrunni starfsfólks í ferðaþjónustu frá sumrinu 2018 þegar ferðamenn voru flestir.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.