Það voru rúmlega 73 þúsund farþegar sem áttu leið aðra flugvelli landsins en Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði. Á sama tíma í fyrra voru farþegarnir nærri 77 þúsund. Samdrátturinn nemur um fimm af hundraði.
Ef horft er til áranna fyrir heimsfaraldur þá voru farþegarnir í ágúst 2019 um 70 þúsund talsins en 82 þúsund fór um innanlandsflugvellina í ágúst 2018.
Þess ber að geta að það eru ekki bara farþegar í innanlands- og millilandaflugi sem eru meðtaldir heldur líka þeir sem fara í útsýnis-, kennslu- og einkaflug.