Borgirnar sem oftast var flogið til í ágúst

Það eru ófáir á degi hverjum sem fara í vopnaleitina á Kaupmannahafnarflugvelli áður en flogið er til Íslands. MYND: ÓJ

Þrátt fyrir að Kaupmannahöfn sé engin stórborg þá taka þoturnar sem fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli oftar stefnuna á Kastrup en nokkurn annan flugvöll í heiminum. Í ágúst voru flugferðirnar þangað að rúmlega sex á dag að jafnaði.

Næst oftast var flogið til Lundúna en þar skiptist umferðin á milli fjögurra flugvalla. Engu að síður voru ferðirnar færri en til dönsku höfuðborgarinnar.

Vestanhafs er Íslandsflugið mest frá New York svæðinu en þar eru flugvellirnir reyndar þrír. Í Boston er aftur á móti bara ein flughöfn og sú er því í raun helsta samgöngumiðstöðin fyrir Íslandsferðir í Bandaríkjunum.