Breskur bílaiðnaður fær vítamínsprautu

Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð bílaiðnaðar í Bretlandi frá því landið gekk úr Evrópusambandinu. Nú hafa þýsku bílamiðsmiðjurnar BMW hinsvegar tilkynnt að þær ætli að verja miklum fjármunum í nýjar verksmiðjur á Bretlandi þar sem framleiða á rafdrifna Mini-bíla.

Starfsfólk Mini í Oxford, ásamt ráðherra og forráðamönnum BMW og Mini
Starfsfólk Mini í Oxford ásamt viðskiptaráðherra og yfirmönnum BMW MYND: BMW

Bílaiðnaðurinn í Bretlandi náði botninum árið 2022 þegar aðeins voru framleiddir 775 þúsund bílar í landinu - færri en nokkru sinni frá árinu 1956 og 41 prósenti færri en 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn. Japanska Honda lokaði verksmiðju í Swindon 2021, rafhlöðuframleiðandinn Britishvolt fór í þrot á síðasta ári og vonir um að Bretar ættu einhverja framtíð í framleiðslu rafbíla dofnuðu. Það er engin framtíð í bílaframleiðslu án rafbíla. BMW boðaði fyrir tæpu ári að hætt yrði framleiðslu á Mini-rafbílum í Oxford á þessu ári en nú hafa þær áætlanir breyst. Vonir hafa vaknað um að breskur bílaiðnaður komist aftur á lappirnar eftir erfiðleika og niðurlægingu síðustu ára, þar sem útgangan úr Evrópusambandinu 2020 markaði vatnaskil. Framtíðarhorfurnar eru þó aðallega háðar vilja Evrópusambandsins um að koma til móts við þjóðina sem hafnaði frekari aðild.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.