Stjórnendur í evrópska bílaiðnaðinum hafa miklar áhyggjur vegna vaxandi hluts kínverskra framleiðenda á markaði með rafbíla. Að auki eru evrópsku framleiðendurnir mjög háðir kínverskum rafhlöðum í eigin framleiðslu. Kínverjar ráða um 60 prósentum af heimsmarkaðinum með bílarafhlöður. Um 40-50 prósent af verði bíls af smærri gerð getur legið í rafhlöðunni. Evrópa var háð olíu og gasi frá Rússlandi fyrir Úkraínustríðið en er nú komin í svipaða stöðu gagnvart Kína varðandi kaup á rafhlöðum. Að auki streyma fullskapaðir ódýrir rafbílar frá Kína inn á Evrópumarkaðinn gömlum bílaframleiðendum í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu til hrellingar.

Á bás kínverska BYD á bílasýningunni í München - MYND: BYD
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.