Fjárfestar flýja frá borði fyrir veturinn

Markaðsvirði íslensku flugfélaganna hefur lækkað hratt síðustu vikur.

Icelandair og Play munu standa undir um þremur af hverjum fjórum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í vetur. MYND: ISAVIA

Flugumferðin um Keflavíkurflugvöll verður að öllu óbreyttu 41 prósenti meiri síðustu þrjá mánuði ársins en hún var á sama tíma árið 2019. Í Evrópu er þróunin allt önnur því umferðin verður 7 prósentum minni en hún var í október, nóvember og desember árið 2019.

Á Keflavíkurflugvelli er ekki heldur langt í að metárið 2018 verði jafnað, eins og Túristi fór yfir í grein í lok ágúst en síðast þegar framboðið var svo mikið þá gekk rekstur íslenskra flugfélaga hrikalega illa.

Í dag standa flugfélögin betur en staða þeirra fer hratt versnandi. Það hafa stjórnendur þeirra staðfest nú í lok sumarvertíðar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.