Þeir sem ætla að vera á ferðinni í vetur geta valið úr reglulega áætlunarflugi til hátt í 60 borga í Evrópu og Norður-Ameríku. Í sumum tilvikum verða ferðirnar fáar á meðan þoturnar fljúga nokkrum sinnum á dag til annarra.
Það eru Icelandair og Play sem eru lang umsvifamest í flugi til og frá landinu en vetraráætlun þess fyrrnefnda er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Hjá Play verða ferðirnar líka mun fleiri en síðastliðinn vetur.
Til viðbótar við ferðir félaganna tveggja þá eru erlend flugfélög með Íslandsflug á dagskrá frá Evrópu en ekkert bandarískt flugfélag sendir þotur sínar til Keflavíkurflugvallar í vetur.
Með því að nota leitarlínuna hér efst er hægt að finna hvaða flugfélög fljúga hvert en einnig verður hægt að fljúga reglulega til Tenerife, Las Palmas og Verona í flugi á vegum ferðaskrifstofa.
Uppfært: Í fyrstu útgáfu greinarinnar var talað um 70 áfangastaði en hið rétt er að úrvalið er nokkru minna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum sem skrifast á tvítalningu á nokkrum áfangastöðum.