Framlengja frestinn um viku

Í farþegum talið er SAS stærsta flugfélaga Norðurlanda. Félagið dregur meira úr Íslandsflugi í vetur en gert var þann síðasta. MYND: SAS

Ef upphafleg áform stjórnenda SAS hefðu gengið eftir þá hefði félagið náð inn 9,5 milljarði sænskra króna (um 115 milljörðum íslenskra króna) í nýtt hlutafé í sumar. Ekkert varð hins vegar af hlutafjárútboði í sumar enda var frestur til að skila inn tilboðum í félagið fluttur til 18. september.

Nú í kvöld sendi SAS frá sér tilkynningu þar sem segir að fresturinn verði framlengdur um eina viku til viðbótar, til 25. september. Er þetta gert til að koma til móts við einn eða fleiri mögulega bjóðendur en fyrir liggur að danska ríkið stefnir á að eignast allt að 30 prósent hlut í þessu stærsta flugfélagi Norðurlanda.

Sænska ríkið mun hins vegar hverfa af listanum yfir stærstu hluthafana því sænskir ráðamenn eru sammála um að láta öðrum eftir að eiga SAS.

Auk danska ríkisins mun bandaríski fjárfestingasjóðurinn Apollo Capital Management sjá tækifæri í að eignast stóran hlut í SAS eins og Túrista hefur farið yfir.