Grænþvottur skýjum ofar

Eftirlitsstofnanir í Evrópu eru farnar að fylgja fast eftir banni við grænþvotti. Spjótum þeirra er ekki síst beint að flugfélögum sem freistast til að draga athygli neytenda frá miklum umhverfisáhrifum af flugi og staðhæfa ranglega í auglýsingum að flugið sé sjálfbært og vistvænt.

Auglýsing Etihad á Facebook sem hefur bönnuð hefur verið i Bretlandi MYND: Etihad/Facebook

Umsvifamikil flugfélög hafa verið staðin að því að ganga of langt í staðhæfingum um að starfsemi þeirra sé sjálfbær og umhverfisvæn. Þetta er kallað grænþvottur og er brot á gildandi lögum í Evrópusambandinu og Bretlandi. Green Deal-stefna Evrópusambandsins var kynnt árið 2019 og á grundvelli hennar voru fyrr á þessu ári gefin út tilmæli sem tryggja eiga rétt neytenda á að fá áreiðanlegar, samanburðarhæfar og gagnsæjar upplýsingar til að auðvelda þeim að taka ákvarðanir um sjálfbær innkaup. Það á að forða neytendum frá því að lenda í grænþvotti fyrirtækja sem reyna að fegra ímynd sína og villa um fyrir fólki með óvottuðum staðhæfingum um hreinleika og sjálfbærni. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.