Hvenær er best að bóka flugmiða? Google þykist vita svarið

Hópur farþega í Leifstöð að bíða eftir flugi. MYND: ÓJ

Það eru tugir manns sem vinna við að færa fargjöld Icelandair og Play upp og niður. Nú ætlar Google að reyna að sjá við þessu fólki og starfsbræðrum þeirra í fluggeiranum með því að veita notendum flugleitarsíðunnar Google Flights vísbendingar um hvenær er best að bóka.

Google er ekki fyrsta fyrirtækið sem ætlar sér að spreyta sig á þessari upplýsingagjöf en í byrjun vikunnar setti bandaríski leitarvélarisinn í loftið sérstaka tækni sem á að lesa sérfræðinga flugfélaganna eins og opna bók.

Túristi prófaði þessa nýju þjónustu og nær oftast segir bókunarvélin að verðlagning á Íslandsflugi sé frekar hefðbundin. Fargjöldin séu hvorki há né óvenju lág. Skiptir þá engur hvort leitað sé eftir jólaferð til Tenerife, haustferð til Kaupmannahafnar eða vikutúr til Boston.