Valið verður úr umsóknum sem berast um námið sem fram fer í norska flugskólanum PFA (Pilot Flight Academy). Þegar ráðið verður í störf flugmanna verður sérstaklega litið til þeirra sem klára flugnámsbrautina. Með þessu vill Icelandair bregðast við fyrirsjáanlegri þörf á flugmönnum og bjóða upp á fyrsta flokks námsleið. Í fréttatilkynningu kemur fram að gert er ráð fyrir að fyrstu nemendur hefji nám í vetur.
Flugnámsbraut Icelandair stóð fyrst til boða árið 2017 og eru yfir 30 flugmenn sem lokið hafa náminu við störf hjá félaginu. Námið er ætlað fólki á aldrinum 18-30 ára.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir áríðandi að í boði séu góðir möguleikar á menntun til sérhæfðra strafa sem tengjast flugi. „Þó við hjá Icelandair finnum enn fyrir mikilli spurn eftir störfum hjá okkur er mjög mikilvægt að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja okkur gott starfsfólk til framtíðar.“
Námsbrautin verður kynnt á opnum fundi í þjálfunarsetri Icelandair við Flugvelli í Hafnarfirði fimmtudaginn 14. september