Kínverjar hafa aukið forskot sitt í orkuskiptum á bílamarkaði heimsins og það eru ekki síst þeir yfirburðir sem verða til sýnis á IAA-tvíæringnum í bæversku höfuðborginni, þar sem búast má við að umhverfisverndarfólk safnist saman til að andmæla áframhaldandi framleiðslu bíla með mengandi sprengihreyfla. Meðal þeirra sem sækja opnunarathöfn IAA verður Olof Scholz, kanslari Þýskalands, og undirstrikar það pólitískt vægi sýningarinnar. Síðast mætti Angela Merkel á sýninguna með sóttvarnagrímu fyrir vitum í miðjum heimsfaraldri. Nú er heimurinn breyttur. Kínverjar mæta grímulausir til leiks.
Samkeppnin á alþjóðlega bílamarkaðnum endurspeglar heimspólitíska togstreitu. Ef Evrópa ætlar ekki að gjörtapa fyrir Kína í rafbílavæðingu næstu ára og áratuga þurfa leiðtogar og framleiðendur gömlu iðnveldanna að finna nýjar leiðir og lausnir.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.