Markaðsvirðið niður um 900 milljónir

MYND: SWEDAVIA

Afkoma Play í ár verður verri en stjórnendur félagsins höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta var tilkynnt í morgun og í kjölfarið lækkaði gengi hlutabréfa í flugfélaginu skarpt. Þegar Kauphöllinni lokaði seinnipartinn hafði gengið lækkað um nærri tíund.

Markaðsvirði Play er fór þar með úr 10,2 milljörðum króna niður í 9,3 milljarða kr. Viðskiptin með hlutabréfin voru þó ekki mikil því veltan nam aðeins 21 milljón króna.

Play var þó ekki eina flugfélagið eða fyrirtækið sem lækkaði á hlutabréfamarkaðinum í dag því þau lækkuðu langflest. Gengi Icelandair fór til að mynda niður um nærri 2 prósent og hafa bréf félagsins því lækkað um 22 prósent frá því að félagið kynnti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung þann 20. júlí sl.