Tunna af Norðursjávarolíu kostar nú í morgunsárið 90 bandaríkjadollara og hefur verðið ekki verið svona hátt síðan í nóvember í fyrra. Í takt við þessar hækkanir hefur heimsmarkaðsverð á þotueldsneyti farið upp á við og rauf það í gær 1000 dollara múrinn í fyrsta sinn á þessu ári. Tonn af þotueldsneyti kostaði þá 1013 dollara sem jafngildir 136 þúsund krónum.
Icelandair og Play borga þó ekki þetta hátt verð fyrir allt sitt eldsneyti því félögin höfðu tryggt sér allt að helming af notkun yfirstandandi ársfjórðungs fyrir nokkru lægra verð eins og sjá má hér að neðan.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.