„Við gerum ráð fyrir að seðlabankinn hækki stýrivextina frá mínus 0,1 prósenti og upp í 0,1 prósent í janúar,“ segir greinandi hjá Capital Economics sem bættist nú við ört stækkandi hóp sérfræðinga sem gerir ráð fyrir að vextir í Japan séu á uppleið.
Frá þessu greinir Bloomberg en vextir í Japan hafa ekki verið hækkaðir síðan í fjármálakreppunni árið 2008. Efnhagur landsins hefur líka verið viðkvæmur síðastliðinn áratug og vextirnir neikvæðir allt frá árinu 2016.
Það sem af er þessu ári hefur gangurinn hins vegar verið miklu betri og nú er verðbólgan á uppleið. Auk þess hefur aðalvísitalan í kauphöllinni í Tókýó hækkað um 30 prósent í ár en til samanburðar þá hefur Úrvalsvísitala íslensku kauphallarinnar lækkað um rúmlega sjö af hundraði á sama tíma.