Stjórnendur SAS vonast til að fjárfestar leggi 9,5 milljarð sænskra króna (um 115 milljarða íslenskra kr.) í flugfélagið nú í haust því frestur til að skila tilboðum rennur út þann 18. september. Um leið er ætlunin binda enda á svokallað Chapter-11 ferli sem veitt hefur SAS frið fyrir kröfuhöfum í rúmt ár. Þennan tíma hafa stjórnendur flugfélagsins nýtt til að draga úr skuldum félagsins og skuldbindingum gagnvart flugvélaleigum.
Búist er við að danska ríkið verði stórtækast í hlutafjárútboðinu enda leggja ráðamenn í Danmörku mikið upp úr því að halda starfsemi félagsins gangandi á Kastrup flugvelli. SAS er nefnilega umsvifamesta félagið þar á bæ og um leið stærsta norræna flugfélagið eins og sést á farþegatölum ágústmánaðar.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.