Sjóðastýringafyrirtækin stærst í Play en vilja ekki tjá sig um stöðuna

Gengi hlutabréfa í Play hefur lækkað hratt eftir að tilkynnt var að tap ársins yrði meira en lagt var upp með. Markaðsvirði félagsins er komið niður í 7,5 milljarð kr. Tvö sjóðastýringafyrirtæki fara með nærri í fjórðungs hlut í flugfélaginu.

Stór hluti af þeim vexti sem framundan er á Keflavíkurflugvelli næstu mánuði skrifast á stækkun Play. Icelandair mun þó áfram standa undir meira en helmingi flugferða. MYND: ÓJ

Stærstu hluthafar Play lögðu flugfélaginu til 2,3 milljarða króna í nóvember í fyrra og borguðu þá 14,6 krónur fyrir hvern hlut. Við opnun Kauphallarinnar í dag kostar hluturinn 8,75 kr. og hefur hann ekki verið ódýrari frá því að félagið var skráð á markað sumarið 2021. Lækkunin nemur 40 prósentum frá útboðinu fyrir 10 mánuðum síðan.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.