Mikið hefur verið rætt um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, hvort þær séu sanngjörn, réttlát og árangursrík aðferðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Margir eru ósáttir við að litla Ísland, sem mengi í heildina lítið miðað við stóru ríkin, þurfi að taka á sig þungar álögur vegna losunar í flugi eða skipaflutningum, sem skýrist af fjarlægð frá öðrum löndum. Á móti er bent á að losun hér á sé mjög mikil miðað við höfðatölu og að við, hvert og eitt, verðum að axla okkar ábyrgð á henni. Það dugi ekki fyrir Íslendinga að benda á aðra í því sambandi. Vandinn er ekki síst sá að stór hluti losunar okkar er vegna stóriðjuframleiðslu sem bundin er í samningum við erlenda framleiðendur. Losunarheimildir eru auðvitað baggi á þeim sem þurfa að greiða fyrir þær - en á móti má benda á að þeir fjármunir eru nýttir til að hægja á loftslagsbreytingum í heiminum.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.