Þjóðverjar ekki tilbúnir að gefast upp fyrir Kínverjum

Umhverfisverndarfólk lætur til sín heyra á IAA-bílasýningunni í München en Þýskalandskanslarinn Olof Scholz segir andmæli þeirra tímaskekkju og boðar nýja sókn í orkuskiptum í samgöngum landsins.

Olof Scholz, Þýskalandskanslari, ávarpar IAA Mobility í München MYND: VDA/IAA MOBILITY

Kanslarinn og þýski jafnaðarmannaleiðtoginn, hinn 65 ára gamli Olof Scholz, hefur ekki til þessa þótt sérlega aðsópsmikill eða búa yfir áberandi persónutöfrum. Áður en hann tók við kanslaraembættinu var hann borgarstjóri í fæðingarborginni Hamborg, síðan atvinnumálaráðherra og loks fjármálaráðherra og varakanslari í samsteypustjórn Angelu Merkel, sem á löngum valdatíma náði ótrúlega sterkri stöðu með mikilli kænsku, einbeitni, alúðlegri og látlausri framkomu og stíl. Það var ekki auðvelt hlutskipti að taka við af Angelu en það kom í hlut Olof Scholz, sem státað getur af farsælum ferli til þessa.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.