Þurfa lengri tíma til að skoða samruna

MYND: WIDERØE

Í innanlandflugi í Noregi eru það Norwegian, SAS og Widerøe sem eru umsvifamest en það síðastnefnda gerir aðallega út á tengja saman borgir og minni bæjarfélög. Fram til ársins 2013 var Widerøe í eigu SAS en byrjun júlí sl. var tilkynnt um kaup Norwegian á félaginu.

Norsk samkeppnisyfirvöld hafa haft þessi viðskipti til skoðunar í einn mánuð og þurfa alla vega tvo til viðbótar.

„Flugmarkaðurinn er bæði stór og mikilvægur fyrir norska neytendur. Virk samkeppni er grundvöllur þess að norskir flugfarþegar geti fengið bestu mögulegu þjónustu fyrir sem lægst verð. Því er nauðsynlegt að skoða ítarlega hver áhrif kaupa Norwegian á Widerøe verða á samkeppnina á markaðnum,“ segir forstöðumaður norska samkeppniseftirlitsins í tilkynningu þar sem fyrrnefnd framlenging er kynnt.

Norwegian hyggst greiða 1,1 milljarð norskra króna fyrir Widerøe en sú upphæð jafngildir 14 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar er markaðsvirði Icelandair í dag 67 milljarðar kr. og virði Play er 7,5 milljarðar kr.