Þegar heimurinn var að ná sér eftir farsóttina hóf Icelandair áætlunarflug til bandarísku borgarinnar Raleigh í Norður-Karólínu og varð um leið eina evrópska flugfélagið á svæðinu. Viðtökurnar voru það góðar að flugfélagið lengdi vertíðina og bætti við ferðum.
Í viðtali við Túrista í byrjun síðasta vetrar sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að í Raleigh væri félagið „einfaldlega að bjóða upp á langbestu tengingarnar og bestu vöruna" því framboð á Evrópuflugi þaðan væri mjög lítið.
Öðru máli gegndi hins vegar um New York og London þar sem framboð á beinu flugi yfir Atlantshafið væri mikið og staða Icelandair því ekki eins sterk.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.