Skortur á flugvélum gæti komið niður á Icelandair og Play með ólíkum hætti

Það er erfitt að finna lausar farþegaþotur þessa dagana og leiguverðið hefur hækkað umtalsvert. Þessi staða gæti komið áformum íslensku flugfélaganna illa á næsta ári.

Icelandair ætlar að bæta við þremur nýjum þotum fyrir næsta sumar. MYND: DENVER FLUGVÖLLUR

Stjórnendur Ryanair, stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu, eru að missa þolinmæðina gagnvart Boeing því biðin eftir nýjum þotum lengist sífellt. Flugfélagið hefur af þeim sökum þurft að fækka ferðum í vetur og forstjórinn útilokar ekki að segja upp kaupsamningum við bandaríska flugvélaframleiðandann.

Til marks um seinaganginn í verksmiðjum Boeing þá tókst bara að framleiða 15 Max-þotur í september sl. en þær voru þrefalt fleiri í júní.

Geir Karlsen, forstjóri Norwegian, sem einnig bíður eftir Max-þotum, er svartsýnn á framhaldið og segir að Boeing hafi nú þegar seinkað afhendingu nýrra flugvéla á næsta ári um 4 til 6 mánuði. Hann reiknar með að ástandið muni ekki lagast fyrr en eftir 2 ár.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.