Það var rólegt um að litast í móttöku Sigló Hótels þegar Túristi sest þar niður með hótelstjóranum til að ræða hvernig gangi að reka fjögurra stjörnu hótel með 68 herbergjum í þessu sögufræga síldarplássi, sem einhverjir gætu sagt að væri utan alfaraleiðar. Því eru Siglfirðingar auðvitað ekki sammála. Þeir eru stoltir af bænum sínum og mega vera það.
Siglufjarðarvegur að Strákagöngum er ekki alltaf fýsileg akstursleið á vetrum og þó að Héðinsfjarðargöngin tryggi auðveldan samgang Siglfirðinga og Ólafsfirðinga, sem tilheyra nú allir sveitarfélaginu Fjallabyggð, þá eru gömlu veggöngin í gegnum Ólafsfjarðarmúla varla boðleg lengur. Fólkið sem býr þarna á utanverðum Tröllaskaga sér auðvitað mikil tækifæri í að efla ferðaþjónustu á svæðinu og vill fá ný veggöng úr Fljótum yfir í Siglufjörð - og líka að Ólafsfjarðargöng verði breikkuð. Það myndi treysta Siglufjörð í sessi sem einn vinsælasta áfangastað ferðamanna á Norðurlandi.

Komið í aðventubúning - MYND: ÓJ
Viðmælandi Túrista byrjar þó ekkert á því að kvarta undan samgöngum þegar hann hefur heilsað Túrista. Við komum okkur fyrir í notalegri setustofunni sem snýr út að smábátalægi.
Það er logn á Siglufirði eins og stundum áður.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.