finnair a

Bíða fram á haustið með flug til Íslands

Þegar finnska flug­fé­lagið Finnair hóf að fljúga til Íslands vorið 2017 þá stóð aðeins til að halda ferð­unum úti yfir sumar­mán­uðina. Eftir­spurnin reyndist hins vegar það mikil að félagið hefur flogið hingað allt árið um kring. Finnair er mjög stór­tækt í flugi til Asíu og flytur því hingað marga ferða­menn frá áfanga­stöðum sínum í aust­ur­löndum … Lesa meira

Tap Eldeyjar þrefald­aðist

„Annus horri­bilis! Þetta var skelfi­legt ár,” sagði Hrönn Greips­dóttir, fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga­sjóðsins Eldey, í viðtali við Frétta­blaðið fyrir tveimur árum síðan. Þar var hún var spurð um rekstur fyrir­tækja í eigu sjóðsins árið 2017. Það ár nam tap Eldeyjar einni milljón króna en óhætt er að segja að afkoma sjóðsins hafi versnað mjög eftir hið „skelfi­lega … Lesa meira

Hefja Íslands­flug á ný eftir sjö vikur

Flug­fé­lagið Airbaltic hefur síðustu ár haldið úti ferðum hingað frá Riga í Lett­landi. Núver­andi áform félagsins gera ráð fyrir að fyrsta ferð sumarsins verði mánu­daginn 13. júlí samkvæmt svari við fyrir­spurn Túrista. Þar segir jafn­framt að Airbaltic sé í nánu samstarfi við stjórn­völd heima fyrir og geti breytt áætlun sinni með stuttum fyrir­vara ef þess … Lesa meira

Hluta­fjáraukn­ingin í Eldey verður umtals­vert lægri

Samkvæmt gögnum sem kynnt voru hlut­höfum í fjár­fest­inga­sjóðnum Eldey fyrr í þessum mánuði þá stóð til að auka hlutafé sjóðsins um 2,3 millj­arða króna áður en félagið yrði sameinað Kynn­is­ferðum. Frá þessu sagði Túristi í morgun og byggði frétt sína á fyrr­nefndum gögnum. Hrönn Greips­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Eldeyjar, segir í athuga­semd við frétt Túrista að nú … Lesa meira

Biðja hlut­hafa um 2,3 millj­arða kr. fyrir samein­inguna við Kynn­is­ferðir

Hlut­hafar í fjár­fest­inga­sjóðnum Eldey koma saman síðar í dag og greiða atkvæði um hluta­fjáraukn­ingu upp á 2,3 millj­arða króna. Stærstu hlut­hafar sjóðsins, sem er í vörslu Íslands­sjóða og VÍB, eru lífeyr­is­sjóðir sem fara samtals með um sjötíu prósent hluta­fjár í Eldey. Auk þess á Íslands­banki um tíund og aðrir hlut­hafar fara með fimmtung. Hluta­fjáraukn­ingin er … Lesa meira

Greiðslu­stöðv­unin hefur engin áhrif Hertz á Íslandi

Bíla­leigu­fyr­ir­tækið Hertz sótti um greiðslu­stöðvun í Banda­ríkj­unum og Kanada í lok síðustu viku. Mikill samdráttur í tekjum, sem rekja má til Covid-19, er helsta ástæða þess að svona er komið fyrir einni stærstu bíla­leigu Norður-Ameríku samkvæmt tilkynn­ingu sem fyrir­tækið birti á föstudag. Þessi staða Hertz í heima­landinu hefur engin áhrif á rekstur Hertz á Íslandi … Lesa meira

Vilja gjarnan fá íslenska túrista til Portúgal í sumar

Veit­inga­staðir, söfn, golf­vellir og sérversl­anir hafa verið opnaðar á ný í Portúgal. Frá og með sjötta júní verður fólki svo hleyft út á baðstrandir landsins. Á sama tíma binda yfir­völd í landinu vonir við að ferða­menn mæti á svæðið í auknum mæli. Íslend­ingar eru sérstak­lega velkomnir segir Ana Carreira, tals­maður ferða­mála­ráðs Portúgal, í samtali við … Lesa meira

Hlut­hafar greiddu ekki atkvæði með hall­ar­bylt­ingu

Ef Stelios Haji-Ioanno, stofn­andi easyJet, hefði fengið einhverju ráðið þá er ólík­legt að vöxtur félagsins síðast­liðinn áratug hefði verið eins hraður og raun ber vitni. Ástæðan er sú að Stelios, eins og hann er jafnan kall­aður, hefur ítrekað mótmælt stækkun flug­flota og leiða­kerfis félagsins. Þessi barátta hans gegn auknum umsvifum nær aftur til ársins 2005 … Lesa meira

Icelandair „pening­anna virði”

„Það er stund­um látið að því liggja að það séu tvær teg­und­ir flug­fé­laga sem keppi á mark­aðnum, ann­ars veg­ar fé­lög sem kalla mætti fullþjón­ustu­fé­lög og hins veg­ar svo­kölluð lággjalda­fé­lög. Staðreynd­in er hins veg­ar sú að það eru fé­lög sem stað­setja sig mitt á milli slíkra fé­laga og Icelanda­ir er eitt þeirra.“ Þetta sagði Björgólf­ur Jó­hanns­son, … Lesa meira

Hluta­fjárútboð samþykkt einróma

Hlut­hafa­fundur Icelandair seinnipartinn í dag var vel sóttur því full­trúar 82 prósent hluta­fjár mættu. Tillaga stjórnar félagsins, um hluta­fjárútboð upp á allt að þrjátíu millj­arða króna, var samþykkt einróma samkvæmt frétt RÚV. Þar segir að fund­urinn hafi tekið innan við klukku­tíma og endað á ræðu Úlfars Stein­dórs­sonar, stjórn­ar­for­manns Icelandair samsteyp­unnar, þar sem hann gagn­rýndi harð­lega … Lesa meira