flug danist soh

Sumarið 2020: Til þessara áfangastaða verður flogið

Það verða í boði reglulegar ferðir til rétt rúmlega sextíu erlendra áfangastaða í sumar. Það er aðeins minna úrval en fyrra en í samanburði við sumarmánuðina 2017 og 2018 þá er samdrátturinn verulegur. Þá var nefnilega hægt að fljúga frá landinu til um níutíu áfangastaða. Það úrval stóð þó ekki undir sér eins og sást … Lesa meira

Semja um greiðsludreifingu vegna hótelviðskipta

Öll skilyrði sem samið var um vegna sölu 75 prósent hlutar í Icelandair hótelana og tengdum fasteignum til malasíska fyrirtækisins Berjaya Land Berhad hafa nú verið uppfyllt. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá Icelandair Group í dag. Þar kemur einnig fram að  lokagreiðsla vegna viðskiptanna verður ekki innt af hendi í einu lagi nú um … Lesa meira

Þurfa að borga 4,9 milljarða króna í lok þessarar vinnuviku

Stuttu fyrir áramótin síðustu tilkynnti Icelandair Group að þau skilyrði sem samið var um vegna sölu á hótelum samsteypunnar hefðu að mestu verið uppfyllt. Í tilkynningunni kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir að gengið yrði frá viðskiptunum í lok febrúar í ár en ekki í árslok 2019 eins og upphaflega hafði verið stefnt að. „[L]okagreiðsla … Lesa meira

Engin loðnuleit í háloftunum

Nú í ársbyrjun hefur Hafrannsóknarstofnun staðið fyrir leit eftir loðnu á miðunum fyrir norðan og austan landið. Aldrei munu eins mörg skip hafa tekið þátt í svona aðgerð og fylgst er með gangi mála á ríkisstjórnarfundum enda mikil aflaverðmæti í húfi. Á sama tíma heldur ferðafólki hér á landi áfram að fækka sem hefur líka … Lesa meira

Ekkert verður af Kínafluginu

Þriðjudaginn 31. mars næstkomandi var von á Boeing Dreamliner þotu kínverska flugfélagsins Juneyao til Keflavíkurflugvallar. Í framhaldinu var svo ætlunin að félagið myndi fljúga hingað tvisvar í viku fram í lok október frá Sjanghæ með viðkomu í Helsinki. Jómfrúarferð Juneyao Airlines til Íslands var svo seinkað fram í lok apríl og í gær greindi Túristi … Lesa meira

Óvissa með flug Juneayo Airlines frá Keflavíkurflugvelli

Fyrsta ferð kínverska flugfélagsins Juneyao Airlines til Íslands frá Sjanghæ, með viðkomu í Helsinki, var upphaflega á dagskrá í lok mars. Jómfrúarferðinni var svo seinkað fram í lok apríl vegna kórónaveirunnar sem hefur lamað allar flugsamgöngur til og frá Kína. Eftir þessar breytingar var ráðgert að Dreamliner þotur Juneyao myndu fljúga hingað tuttugu og þrjár … Lesa meira

Draga úr Íslandsflugi frá Montreal

Þotur kanadíska flugfélagsins Air Canada hafa síðustu sumur flogið hingað yfir sumarmánuðina frá bæði Toronto og Montreal. Áætlun Keflavíkurflugvallar gerir ráð fyrir áframhaldi ferðum kanadíska flugfélagsins frá þessum tveimur fjölmennustu borgum Kanada í allt sumar. Samkvæmt bókunarsíðu Air Canada er þó ekki lengur hægt að bóka beint flug milli Íslands og Montreal í júní en … Lesa meira

Sitja á lendingarleyfum á Keflavíkurflugvelli sem verða ólíklega notuð

Þrátt fyrir að Icelandair hafi í fyrra gefið frá sér allt flug til bandarísku borganna Kansas City og Cleveland og Halifax í Kanada þá er félagið ennþá með frátekna afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir ferðir til þessara borga. Til viðbótar hefur Icelandair fengið úthlutaða lendingar- og brottfarartíma, svokölluð slott, fyrir fjölda flugferða í viku hverri sem … Lesa meira

Loks verðdagatal hjá Icelandair

Farþegar eru vafalítið oft með ákveðna ferðadaga í huga þegar halda á úti í heim. Það kemur þó líka fyrir að fólk er sveigjanlegt og láti fargjöldin ráða ferðinni. Og það er sennilega megin skýringin á því að hjá mörgum flugfélögum hefur lengi verið hægt að sjá hvað farmiðinn kostar yfir langt tímabil, t.d. einn … Lesa meira

Leggja niður aðra flugleið til Íslands

Eftir fall WOW air varð Wizz Air næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina. Yfir háveturinn stendur easyJet fyrir fleiri ferðum til hingað en það félag hefur að undanförnu dregið nokkuð úr Íslandsfluginu frá bæði Bretlandi og Sviss. Stjórnendur Wizz Air eru líka farnir að fækka ferðunum. Um miðjan næsta mánuð leggur félagið þannig niður … Lesa meira