712 þúsund færri flug­far­þegar í júlí

Tæplega 132 þúsund farþegar flugu til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli í júlí. Það er 84,4 prósentum fækkun frá á sama tíma í fyrra. Mestu munar um að skiptifar­þeg­arnir í Leifs­stöð eru nánast horfnir enda ekkert flug að ráði í boði frá Íslandi til Norður-Ameríku nú í sumar.

Auka rétt kort­hafa tíma­bundið vegna inneign­ar­bréfa flug­fé­laga

Þeir neyt­endur sem kaupa flug­miða með greiðslu­korti eiga rétt á endur­greiðslu frá viðkom­andi korta­fyr­ir­tæki ef flug­fé­lagið verður gjald­þrota áður en lagt er af stað í ferða­lagið. Þessi vernd nær líka til þeirra farþega sem hafa breytt farmiðum í inneign­arnótur vegna flug­ferða sem felldar hafa verið niður vegna heims­far­ald­ursins sem nú geysar. Á því eru þó … Lesa meira

Gist­inæt­urnar álíka margar og árið 2012

Bráða­birgða­tölur Hagstof­unnar gefa til kynna að gist­inætur á íslenskum hótelum hafi verið um 269 þúsund í júlí. Það jafn­gildir samdrætti upp á 47 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þegar horft er lengra aftur í tímann þá sést að í júlí 2012 voru hótel­næt­urnar álíka margar og þær voru nú. Í þeim mánuði komu … Lesa meira

Fjórða hver flug­ferð til Danmerkur

Ísland var eitt af þeim þremur ríkjum sem dönsk stjórn­völd heim­iluðu ferðir til í júní. Þá tók Icelandair upp þráðinn í áætl­un­ar­flugi til bæði Kaup­manna­hafnar og Billund. Á sama tíma hóf SAS að fljúga hingað frá dönsku höfuð­borg­inni. Ferð­irnar milli Íslands og Danmerkur urðu svo tíðari í júlí jafnvel þó Danir hafi þá mátt ferðast … Lesa meira

Ólík niður­sveifla hjá Icelandair, SAS og Finnair

Þotur Icelandair voru mun þétt­setnari í júlí en flug­vélar Finnair og SAS. Hjá Icelandair var sæta­nýt­ingin sjötíu prósent á meðan rétt um fjögur af hverjum tíu sætum hjá Finnair voru skipuð farþegum. SAS flaug með hálf fullar vélar. Þegar horft er til samdráttar í fjölda farþega þá var hann aftur á móti mun meiri hjá … Lesa meira

Bæta við Íslands­ferðum frá Ítalíu

Norð­ur­hluti Ítalíu fór mjög illa út úr fyrstu bylgju Covid-19 en þrátt fyrir það opnaði Wizz Air starfstöð á flug­vell­inum í Malpena við Mílanó nú í sumar­byrjun. Í fram­haldinu voru áætl­un­ar­ferðir þaðan til Íslands settar á dagskrá og var jómfrú­ar­ferðin farin í byrjun júlí. Síðan þá hafa þotur ungverska lággjalda­flug­fé­lagsins flogið hingað þrisvar í viku … Lesa meira

Fjórða hverjum starfs­manni Kastrup sagt upp störfum

Flug­völl­urinn við Kastrup í Danmörku hefur lengi verið fjöl­farn­asta flug­höfn Norð­ur­landa. Nú hefur farþeg­unum hins vegar fækkað ört vegna kórónu­veirukrepp­unnar og stjórn­endur flug­vall­arins gera ráð fyrir að umferðin muni ekki ná fyrri hæðum í bráð. Af þeim sökum verður 650 af um 2600 starfs­mönnum flug­vall­arins sagt upp störfum samkvæmt því sem fram kemur í tilkynn­ingu. … Lesa meira

Hafa tekið úr sölu allt flug milli Parísar og Íslands

Eftir fall WOW air í fyrra þá fjölguðu stjórn­endur fransk-hollenska flug­fé­lagsins Transavia ferð­unum til Íslands frá París. Auk þess hóf félagið flug hingað frá Amsterdam og nú í sumar bættust við viku­legar brott­farir frá frönsku borg­inni Nantes. Nú er aftur á móti ekki lengur hægt að bóka flug með Transavia frá París til Íslands en … Lesa meira

Yfir­maður tekju­stýr­ingar Icelandair hættur

Bætt tekju­stýring var hluti þeirra betr­um­bóta sem stjórn­endur Icelandair töldu sig sjá í rekstr­inum í byrjun þessa árs líkt og kom fram í máli Boga Nils Boga­sonar, forstjóra félagsins nú í febrúar. En þá hafði Írinn Bryan O´Sullivan verið yfir­maður tekju­stýr­ingar flug­fé­lagsins í tæpt ár. Nú er O´Sullivan aftur á móti hættur hjá flug­fé­laginu. Þetta … Lesa meira

Enginn opinber stuðn­ingur frá eigendum Icelandair

Það eru ekki mörg flug­félög sem hafa lagt í hluta­fjárútboð í yfir­stand­andi heims­far­aldri. Óvissan í ferða­geir­anum er nefni­lega gríð­arleg og erfitt er að spá fyrir um tekjur flug­fé­laga næstu misseri. Á sama tíma hefur skulda­hali þeirra lengst líkt og umfangs­mikil útgáfa inneign­ar­bréfa er dæmi um.  Virði flug­fé­laga hefur líka hríð­fallið vegna Covid-19 og þar með … Lesa meira