Norwegian sker niður

Þrátt fyrir að Spánarflug Norwegian frá Íslandi muni aukast verulega í vetur þá ætlar félagið að draga saman seglin í áætlunarferðum milli Bandaríkjanna og Evrópu í vetur. Tíu flugleiðir á milli álfanna verða felldar niður nú í haust og þráðurinn ekki tekinn upp á ný fyrr en í vor. Til viðbótar hættir félagið endanlega að … Lesa meira

Þotan með stysta skuldahalann sat eftir á Keflavíkurflugvelli

Það kvarnaðist úr flugflota WOW air vikurnar fyrir fall þess og daginn fyrir gjaldþrotið sjálft var félagið með átta flugvélar leiguvélar á sínum snærum. Sjö þeirri héldu af stað í síðastu áætlunarferðir WOW air um kaffileytið þann 27.mars. Ein þota var því eftir sem var í takt við samkomulag flugfélagsins og Isavia þess efnis að … Lesa meira

Óskalisti fyrir utanlandsferðina

Flugfélögin mæla almennt með að farþegar mæti tímanlegan í flugið og þeir sem fylgja þeim ráðum verja þá klukkutíma til tveimur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir brottför. Þann tíma nýta margir til að versla eða fá sér í svanginn. Og nú er að finna á heimasíðu Keflavíkurflugallar upplýsingar um öll þau tilboð sem í boði … Lesa meira

Icelandair gæti átt von á milljarðabótum frá Boeing

Nú er rúmir fjórir mánuðir liðnir frá því að allar þotur af gerðinni Boeing MAX voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Stjórnendur Boeing vonast nú til þess að þoturnar komist í lofið á ný á síðasta fjórðungi ársins en kyrrsetningin hefur reynst eigendum þotanna kostnaðarsöm. Flugfélög hafa þurft að fella niður fjölda ferða og leigja … Lesa meira

Skoða þrjú flug í viku milli Íslands og Kína með millilendingu í Helsinki

Ef frá er talið skammlíft áætlunarflug WOW air til Nýju Delí á Indlandi þá hefur reglulegt flug héðan til Asíu ekki verið á boðstólum. Á því kann að verða breyting því samkvæmt traustum heimildum Túrista þá hefur kínverska flugfélagið Tinajin Airlines sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku hverri á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Um er … Lesa meira

finnair a

Íslandsflugið vinsælt hjá Asíubúum

Þotur finnska flugfélagsins Finnair hafa verið fastagestir á Keflavíkurflugvelli allt frá því að Íslandsflug félagsins hófst í apríl 2017. Upphaflega var ætlunin að bjóða aðeins upp á áætlunarferðir hingað frá vori og fram á haust en viðtökurnar voru það góðar að félagið bætti Íslandi strax við vetraráætlun sína. Og nú sjá Finnarnir tækifæri í ennþá … Lesa meira

Vangreiddu flugvallagjöldin nema um helmingi af hagnaði Isavia

Isavia ber að afhenda bandarísku flugvélaleigunni ALC þotuna sem kyrrsett var í kjölfar gjaldþrots WOW air í lok mars. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í morgun. Kyrrsetning Isavia byggði á rúmlega tveggja milljarða króna vangreiddum notendagjöldum WOW air á Keflavíkurflugvelli en vanskilin hófust síðla árs 2017. Í dómi Héraðsdóms … Lesa meira

Fyrsta helgarferðin til Kraká kostar lítið

Beint flug til Kraká, næst fjölmennustu borgar Póllands, var fastur liður í sumaráætlun Iceland Express og þangað flaug WOW air líka fyrsta sumarið sem félagið starfaði. Kraká datt svo út af dagskrá félaganna tveggja en WOW air hélt þó alltaf áfram flugi til Varsjár, höfuðborgar landsins. Með tilkomu Íslandsflugs Wizz Air jókst framboð á flugi … Lesa meira

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners

Borgirnar 10 sem oftast var flogið til í júní

Þrettánda hver flugvél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli í júní setti stefnuna á einn af flugvöllunum við höfuðborg Bretlands. Það þýðir að farnar voru að jafnaði um sex ferðir á dag til London frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði en svo tíðar voru ferðirnar ekki til neinnar annarrar borgar. Þær voru reyndar litlu færri brottfarirnar … Lesa meira

WOW air beið í hálft ár eftir flugrekstrarleyfi

Það eru tveir hópar sem keppast um að stofna nýtt lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Annars vegar tveir af fyrrum stjórnendum WOW air ásamt írskum fjárfestingasjóði og hins vegar bandarískur flugrekandi sem keypti allar helstu eignir þrotabús flugfélagsins fyrir hundruðir milljóna króna samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Meðal þess sem sá bandaríski keypti var vörumerki WOW, lén og … Lesa meira