Íslensku flugfélögin hækkuðu á meðan önnur tóku dýfu

Markaðsvirði stærstu flugfélaga Evrópu og Bandaríkjanna lækkaði umtalsvert í vikunni. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi British Airways og Iberia lækkaði um fimmtán prósent og virði Ryanair og easyJet fór niður um átta af hundraði. Vestanhafs fór hlutabréfaverðið í sömu átt þrátt fyrir að uppgjör flugfélaga eins og United og Southwest hafi verið betri en almennt var … Lesa meira

Áfram fækkar þýsku áfangastöðunum

Síðasta áætlunarflug Wizz Air frá Íslandi til þýsku borgarinnar Dortmund er á dagskrá á morgun, sunnudag. Þar með fækkar þýsku borgunum sem flogið er beint til frá Keflavíkuflugvelli niður í þrjár: Berlín, Frankfurt og Munchen. Fyrir næsta sumar bætast Dusseldorf og Hamborg við þann lista. Þegar mest lét voru þýsku borgirnar sem hægt var að … Lesa meira

Samruni Nordic Visitor og Iceland Travel samþykktur

Í lok apríl var gengið frá samkomulagi um kaup Nordic Visitor á Iceland Travel en síðarnefnda ferðaskrifstofan tilheyrði Icelandair samsteypunni. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og nú er það fengið. Í nýrri tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir nefnilega að samruni Nordic Visitor og Iceland Travel valdi ekki markaðsráðandi stöðu eða umtalsverðri röskun … Lesa meira

Síðustu forvöð að sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Opnað var á umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í lok september og rennur fresturinn út á þriðjudaginn í næstu viku. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, nátturuvernd og uppbyggingu, viðhaldi og verndun og einnig fjármögnum … Lesa meira

vin2

Kippur í ferðum Íslendinga til Vínar

Þrátt fyrir beint flug frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgar Austurríkis þá voru fáir Íslendingar á hótelum borgarinnar í júlí og ágúst. Í september margfaldaðist fjöldinn því þá voru gistinætur Íslendinga 442 talsins. Það er engu að síður rétt um þriðjungur af því sem var í september 2019. Framboð af flugi dróst líka saman á milli þessara … Lesa meira

Fargjöldin upp á við og líka kostnaðurinn

Það kostar töluvert meira að reka Icelandair í dag en lagt var upp með í hlutafjárútboði félagsins sl. haust. Það vegur hins vegar upp á móti hækkuninni að fargjöld félagsins eru hærri í dag en þau voru þegar samkeppnin við Wow Air og Norwegian var hörðust. Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er … Lesa meira

Líka með yfirburðastöðu í flugi til Alicante

Það eru sárafáir erlendir ferðamenn sem nýta sér flugsamgöngurnar héðan til Alicante og Tenerife og til marks um það þá er ekki hægt að bóka sæti í ferðir Icelandair til Alicante á heimasíðu flugfélagsins. Þess í staði sér Vita, systurfélag Icelandair, um að selja sætin og þá eingöngu til Íslendinga. Skráðu þig inn til að … Lesa meira

oslo haust

Ekki lengur samkeppni í flugi til Óslóar

SAS flugfélagið hefur gert hlé á flugi sínu til Íslands frá Ósló vegna kröfunnar um að allir ferðamenn framvísi neikvæðum niðurstöðum úr Covid-prófi við komuna til landsins. Frá þessu greindi Túristi í gær. Og nú í lok október ætlar Norwegian einnig að leggja niður ferðir sínar til Keflavíkurflugvallar frá höfuðborg Noregs. Skráðu þig inn til … Lesa meira

2,5 milljarða króna hagnaður

Icelandair Group skilaði 2,5 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi en útbreiðsla Delta afbrigðisins hafði neikvæð áhrif á bæði sætanýtingu og einingatekjur flugfélagsins í september samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Einingatekjur félagsins fyrstu níu mánuði ársins eru í dag þremur prósentum hærri en spá félagsins fyrir allt árið 2021 gerði ráð fyrir. Aftur á … Lesa meira

Hafa selt hluta af bréfunum í Icelandair

Einkahlutafélagið Bóksal var í lok september skráð fyrir 815 milljónum hluta í Icelandair Group og þá var virði bréfanna rúmlega 1,2 milljarður króna. Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.