norwegian velar860

Norwegian slapp fyrir horn

Rétt í þessu var að ljúka fundi eigenda skuldabréfa í Norwegian þar sem samþykki fékkst fyrir því að framlengja tvö stór lán. Þar með þarf flugfélagið ekki að inna af hendi nærri 47 milljarða króna á næstunni en þá upphæð hefði félagið ólíklega getað greitt miðað við núverandi stöðu. Þess vegna biðluðu stjórnendur Norwegian til … Lesa meira

Deilir á keppinauta sem fljúga gömlum og þunnskipuðum þotum

Farþegar verða sífellt meðvitaðri um umhverfis áhrifin af því að fljúga og því þarf fluggeirinn að endurhugsa stöðu sína. Þetta er mat Johan Lundgren, forstjóra easyJet, sem heldur því jafnframt fram að fólk muni ekki aðeins velja sér ferðamáta út frá losun heldur líka beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem standa sig betur í … Lesa meira

Áhugaverð tækifæri í ferðaþjónustu fyrir fjárfesta

Terra Nova Sól hefur um árabil verið umsvifamikil í skipulagningu Íslandsferða og var ein þeirra sjö ferðaskrifstofa sem heyrðu undir Primera Travel Group. Arion banki tók samsteypuna yfir í sumar og nú stendur yfir söluferli á ferðaskrifstofunum sem Jón Karl Ólafsson leiðir sem stjórnarformaður. Túristi lagði nokkrar spurningar fyrir Jón Karl um Terra Nova Sól … Lesa meira

Áfram fækkar farþegum í innanlandsflugi

Allt frá því í janúar í fyrra hefur farþegum á innanlandsflugvöllum landsins farið fækkandi í samanburði við sama tíma árið á undan. Og nýliðinn ágúst hélt þessi þróun áfram þegar farþegum fækkaði um fimmtán af hundraði. Sá samdráttur jafngildir um 12 þúsund farþegum. Hlutfallslega var fækkunin minnst á Egilsstaðaflugvelli eða um sex af hundraði. Á … Lesa meira

Fækka ferðum frá Ósló til Íslands

Allt frá því að Íslandsflug Norwegian hófst sumarið 2012 þá hafa þotur félagsins flogið til Keflavíkurflugvallar frá Ósló þrjár ferðir í viku. Komandi vetraráætlun gerir hins vegar aðeins ráð fyrir tveimur brottförum, á fimmtudögum og sunnudögum. Túristi hefur óskað eftir skýringum á þessum niðurskurði en ekki fengið. Einnig fást ekki svör við skyndilegum samdrætti í … Lesa meira

strond nikos zacharoulis

Hræringar hjá ferðaskrifstofum

Það tíðkast ekki víða að flugfélög reki umsvifamiklar ferðaskrifstofur. Sú staðreynd kann að vera megin skýringin á því að í ársbyrjun 2006 ákvað stjórn FL-Group, þáverandi móðurfélags Icelandair, að selja Ferðaskrifstofu Íslands, sem rak Úrval-Útsýn og Plúsferðir. Kaupendurnir voru eigendur Sumarferða. Aðeins tveimur árum síðar ákváðu hins vegar nýir stjórnendur Icelandair að hasla sér völl á … Lesa meira

Frá Akureyri til Amsterdam í vetur

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur í sumar boðið upp á pakkaferðir til Íslands þar sem flogið var með fransk-hollenska flugfélaginu Transavia beint frá Rotterdam til Akureyrar. Alls voru ferðirnar sextán talsins og sú síðasta á mánudaginn var. Voigt Travel mun einnig bjóða upp á ferðir til og frá Norðurlandi í vetur en þá verður flogið frá Amsterdam. … Lesa meira

Skera niður sólarlandaflug í vetur

Eftir fall WOW air varð Norwegian umsvifamesta flugfélagið í fólksflutningum milli Íslands og Spánar og komandi vetraráætlun gerir ráð fyrir enn fleiri ferðum en áður. Þannig verður áframhald á flugi héðan allan ársins hring til Madrídar, Barcelona og Alicante og því til viðbótar munu Boeing þotur félagsins fljúga reglulega með farþega frá Keflavíkurflugvelli til Tenerife og … Lesa meira

Bilaðar Boeing þotur þyngja lífróður Norwegian

Tíu Dreamliner flugvélar úr flota Norwegian eru ónothæfar nú um stundir vegna bilanna sem í mörgum tilfellum má rekja til hreyfla. Sjö af þessum þotum eru hluti af fyrstu Dreamliner flugvélunum sem Norwegian fékk afhentar árið 2013 samkvæmt frétt Dagens Næringsliv. Fastlega má gera ráð fyrir að meðal þeirra séu þoturnar þrjár sem upphaflega voru ætlaðar Icelandair … Lesa meira

Vetrarferðir til Vilnius á nýjan leik

Jómfrúarferð  Wizz Air, frá Vilníus í Litháen til Íslands, var farin haustið 2016 og þá var ætlunin að starfrækja flugleiðina allt árið um kring. Af því varð þó ekki því síðasta vetur lágu ferðirnar niðri en nú ætla stjórnendur þess  ungverska lággjaldaflugfélags að gera aðra tilraun. „Við sáum að eftirspurn eftir þessari flugleið yfir vetrarmánuðina … Lesa meira