471.690 íslenskar tásur á Tenerife

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í dag og af því tilefni sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, að tíðar tásu­myndir frá Tene á samfélagsmiðlum væru vís­bending um hve kröftug einka­neyslu landans hefði verið í ár. Frá þessu greindi Vísir. Og farþegatölur frá spænskum flugmálayfirvöldum staðfesta að Íslendingar hafi að undanförnu fjölmennt sem aldrei fyrr til Tenerife. Frá ársbyrjun og … Lesa meira

Allir ferðir til Hornafjarðar á réttum tíma en aðeins tvær af þremur til Ísafjarðar

Icelandair hefur að undanförnu verið gagnrýnt fyrir óáreiðanlega áætlun í flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli. Stjórnendur flugfélagsins hafa af þeim sökum setið fundið með bæjarfulltrúum fyrir austan og norðan, nú síðast um miðjan september. Og eins og sjá má hér fyrir neðan þá voru fleiri ferðir á vegum Icelandair til Akureyrar á réttum tíma seinni … Lesa meira

Þarna var Skúli varkárari en stjórnendur Play

Rekstur Play í ár á alla vega tvennt sameiginlegt með umsvifum Wow Air árið 2015 – flugflotinn er jafnstór og bæði félög tóku fyrstu skrefin í Bandaríkjunum. Play ætlar sér hins vegar stærri hluti í vetur en lagt var upp með hjá Wow Air fyrir sjö árum síðan. En 2015 var annað árið af tveimur … Lesa meira

Fellur úr öðru sætinu á lista yfir stærstu hluthafa Icelandair

Nú í sumarlok var lífeyrissjóðurinn Brú annar stærsti hluthafinn í Icelandair með 4,06 prósent. Í nýliðnum september seldi sjóðurinn hins vegar 200 milljón hluti eða um 12 prósent af eign sinni í flugfélaginu. Gengi hlutabréf Icelandair fór hæst í 2 krónur á hlut í síðasta mánuði en hefur lækkað um 15 prósent síðustu tvær vikur. … Lesa meira

Fleiri áætlunarferðir en fyrir faraldur

Árið 2019 er reglulega notað til að meta hversu mikill batinn hefur orðið í ferðaþjónustunni eftir heimsfaraldur. Staðreyndin er þó sú að 2017 og 2018 voru metár í atvinnugreininni þegar horft er til fjölda ferðamanna. Fall Wow Air í ársbyrjun 2019 var þungt högg fyrir ferðaþjónustuna því félagið var mjög umsvifamikið í flugi til og … Lesa meira

Pundið styrkist

Nú í morgunsárið sögðu bresku blöðin Financial Times og Guardian því að ríkisstjórn Bretlands ætli að setja áform sín um umfangsmiklar skattalækkanir á ís. Ástæðan mun vera ónægur stuðningur við málið meðal þingmanna Íhaldsflokksins en margir í þeim röðum hafa gagnrýnt áform þá fjármálaáætlun sem kynnt var í síðustu viku. Tillögur um afnám hátekjuskatts af … Lesa meira

Dýrara með Icelandair en Play í skíðaferðirnar til Austurríkis

Hér áður fyrr var Wow Air eitt um að fljúga fljúga Íslendingum í skíðaferðir til Austurríkis og stjórnendur Play hafa sennilega vonast eftir að fá frið fyrir Icelandair á þessari leið. Svo fór ekki því stuttu eftir að Play hóf sölu á flugmiðum til Salzburg í fyrra þá gerði Icelandair slíkt hið sama. Og nú … Lesa meira

Telur Norwegian tvöfalt meira virði

Fjárfestar stukku til og keyptu hlutabréf í Norwegian í lok vikunnar eftir að stórbankinn HSBC gaf út nýtt verðmat þar sem hver hlutur í flugfélaginu er sagður virði 14,5 norskra króna. Það er um tvöfalt hærra verð en bréfin kostuðu í byrjun vikunnar og það var því mikil ásókn í hlutabréf Norwegian í kauphöllinni í … Lesa meira

Aukningin mest á Vesturlandi og Vestfjörðum en vægi íslenskra hótelgesta hæst fyrir austan

Gistinætur á skráðum gististöðum voru nærri 1,5 milljón í ágúst síðastliðnum og hafa þær aldrei verið fleiri í þessum mánuði. Hlutdeild hótelanna á gistimarkaðnum nam 40 prósentum í ágúst sem er á pari við það sem var í ágúst 2019. Á þessum þriggja ára tímabili hefur þó orðið töluverð breyting á vægi íslenskra og erlendra … Lesa meira

Kaupa sæti í ferðir keppinautsins til og frá Keflavíkurflugvelli

Ennþá er unnið að samruna rútufyrirtækjanna Reykjavik Sightseeing og Allrahanda Gray Line en líkt og Túristi greindi frá um miðjan ágúst er ætlunin að móðurfélag þess fyrrnefnda, PAC1501 ehf. sem er í eigu framtakssjóðs á vegum Landsbréfa, verði langstærsti hluthafinn í sameinuðu félagi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem horft er til samruna fyrirtækjanna … Lesa meira