Elín hætt sem aðstoðarforstjóri

Elín Árnadóttir sem verið hefur aðstoðarforstjóri Isavia um árabil lét af störfum í síðustu viku samkvæmt heimildum Túrista. Á sama tíma mun staða aðstoðarforstjóra hafa verið lögð niður hjá hinu opinbera hlutafélagi. Elín hefur starfað hjá Isavia og forverum félagsins frá árinu 2001, fyrst sem fjármálastjóri en síðan forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og fjármálastjóri Keflavíkurflugvallar … Lesa meira

Reikna með 2,2 milljónum ferðamanna

Stjórnendur Isavia birtu í morgun spár sínar fyrir næsta ár og þar er gert ráð fyrir að 7,8 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll og hingað komi 2,2 milljónir erlendra ferðamanna. Það er aðeins minna en metárið 2018 þegar túristarnir voru 2,3 milljónir. Það ár voru farþegarnir á Keflavíkurflugvelli 9,8 milljónir eða tveimur milljónum fleiri en … Lesa meira

Almennir fjárfestar sýndu útboðinu ekki áhuga

Tuttugu stærstu hluthafar Play ætla að leggja félaginu til 2,3 milljarða króna líkt og tilkynnt var í byrjun nóvember þegar flugfélagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Þar var niðurstaðan verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir. Netfang Lykilorð … Lesa meira

Mörg þúsund Íslendingar til Tenerife í hverjum mánuði

Það voru 7.495 farþegar sem flugu frá Keflavíkurflugvelli til Tenerife í október og 669 ferðuðust þangað frá Akureyri. Samtals voru farþegarnir því rúmlega 8 þúsund og svo margir hafa þeir ekki áður verið í einum mánuði það sem af er þessu ári eins og sjá má hér fyrir neðan. Fastlega má gera ráð fyrir að … Lesa meira

Áfram gríðarlegt tap

Reikningsárið hjá skandinavíska flugfélaginu SAS hefst í nóvember og lýkur í október árið eftir. Og nú í morgunsárið birtu stjórnendur félagsins uppgjör fyrir nýliðið reikningsárið og niðurstaðan er tap upp á nærri 8 milljarða sænskra króna. Sú upphæð jafngildir 108 milljörðum íslenskra króna. Tapið er sambærilegt tap og árin tvö á undan en Covid heimsfaraldurinn … Lesa meira

Innheimta nú virðisaukaskatt líkt og keppinauturinn hefur alltaf gert

Allt frá því í mars árið 2018 hefur Isavia fengið 41,2 prósent af tekjum Flugrútunnar af akstri frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og þriðjung af tekjum Airport Direct á þessari sömu leið. Hlutföllin eru niðurstaða útboðs á vegum hins opinbera hlutafélags á aðstöðu fyrir sætaferðir frá Leifsstöð. Og segja má munurinn á opinberum greiðslum rútufyrirtækjanna tveggja … Lesa meira

Viðbúið að markaðsvirði Play hækki umtalsvert

Nú í morgun hófst sala á 78 milljón hlutum í flugfélaginu Play og geta núverandi hluthafar bætt við sig fleiri bréfum fram til klukkan 18 á miðvikudag. Hver hlutur er seldur á 14,6 krónur sem er nokkru hærra verð en býðst á markaðnum í dag. Gengið hefur nefnilega lækkað jafnt og þétt frá því að … Lesa meira

Olían ekki verið ódýrari síðan í janúar

Verð á olíu hefur lækkað jafnt og þétt síðastliðinn mánuð og nú í morgun féll það um þrjú prósent. Tunna af Norðursjávarolíu kostar nú 81 bandaríkjadollar og leita þarf aftur til fyrstu daga þess árs til að finna sambærilegt verð. Við innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar hækkaði verð á olíu og í byrjun … Lesa meira

Norsku nýliðarnir falla áfram

Fjárfestir sem tók þátt í hlutafjárútboðum Norse og Flyr í fyrra fær ekki mikið fyrir fjárfestinguna í dag. Gengi hlutabréf í Flyr hefur nefnilega lækkað um 99 prósent og hlutabréfin í Norse hafa fallið um 87 prósent. Og gengi bréfanna hélt áfram að lækka í vikunni. Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er … Lesa meira

Eini kvenforstjórinn hættur

Norska lágfargjaldafélagið Flyr hóf áætlunarflug í lok júní í fyrra og óhætt er að segja að afkoman hafi ekki staðið undir væntingum. Félagið hefur því í þrígang þurft að auka hlutafé til að halda starfseminni gangandi enda nemur fjármagnsbruninn um tveimur milljörðum norskra króna frá því í byrjun síðasta árs. Sú upphæð jafngildir um 28 … Lesa meira