Næst stærsti hlut­hafi Norwegian er meðal viðsemj­enda Icelandair

Flug­véla­leigur, skulda­bréfa­eig­endur og aðrir kröfu­hafar tóku Norwegian yfir nú í sumar­byrjun í tengslum við fjár­hags­lega endur­skipu­lagn­ingu flug­fé­lagsins. Eldri hlut­hafar héldu eftir litlum hlut í fyrir­tækinu. Þessi umbreyting var forsenda fyrir því að Norwegian fengi neyð­arlán frá norska ríkinu. Skil­yrðin voru nefni­lega þau að flug­fé­lagið myndi grynka á skuldum og hækka eigin­fjár­hlut­fallið. Það sem vakti einna … Lesa meira

kaupmannahofn ferdamadur Morten Jerichau

Löndin fimmtán sem fá að heim­sækja Evrópu

Það hefur verið í bígerð að opna ytri landa­mæri Evrópu­sam­bandsins og Schengen svæð­isins þann fyrsta júlí. Sá dagur rennur upp á morgun en það var fyrst nú í dag sem Evrópu­sam­bandið birti lista yfir þau fimmtán lönd sem nú fá aðgang að aðild­ar­löndum Schengen um mánaða­mótin. Líkt og áður hafði komið fram eru Banda­ríkja­menn ekki … Lesa meira

Tölu­vert minni losun vegna flugrekstrar

Nú er uppgjöri íslenskra þátt­tak­enda í viðskipta­kerfi ESB með lost­un­ar­kvóta er lokið og niður­staðan er sú að raun­losun íslenskra flugrek­enda nam 596 þúsund tonnum. Það jafn­gildir samdrætti upp á 37,6 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Skýr­ingin á því liggur í færri þátt­tak­endum samkvæmt því sem segir í frétt á vef Umhverf­is­stofn­unnar, umsjón­ar­aðila viðskipta­kerf­isins … Lesa meira

99 prósent samdráttur í hótelnóttum útlend­inga

Heild­ar­fjöldi greiddra gistinátta í maí síðast­liðnum dróst saman um 89 prósent saman­borið við maí 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 88 prósent og um 86 prósent á gisti­heim­ilum samkvæmt frétt á veg Hagstof­unnar. Þar segir að í heildina nam fækkun á öðrum tegundum gisti­staða 84 prósentum og er þar horft til farfugla­heimila, orlofs­húsa … Lesa meira

Svona verður staðið að endur­reisn SAS

Strax í upphafi Covid-19 farald­ursins fékk SAS vilyrði fyrir lánum frá ríkis­stjórnum Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Það varð þó fljót­lega ljóst að það eitt myndi ekki duga til að koma félaginu í gegnum krísuna sem ennþá sér ekki fyrir endann á. Þannig full­yrti stjórn­ar­mað­urinn Jacob Wallen­berg, full­trúi stærsta einka­fjár­fest­isins í félaginu, að það væri í … Lesa meira

Samn­ingar við flug­stéttir duga ekki einir sér

Stjórn­endur Icelandair lögðu ofurkapp á að ná lang­tíma kjara­samn­ingum við flug­menn, flug­freyjur og flug­virkja nú í sumar­byrjun. Þess háttar samn­ingar voru að þeirra mati forsenda fyrir því að fjár­festar myndu leggja félaginu til um þrjátíu millj­arða króna í boðuðu hluta­fjárút­boði. Þessir kjara­samnigar liggja nú fyrir en þrátt fyrir það verður að fresta hluta­fjárút­boði Icelandair enn … Lesa meira

Eitt hundrað flug­menn SAS þiggja starfs­loka­samning

Fjölda­upp­sagnir eru meðal þeirra aðgerða sem stjórn­endur SAS hafa gripið til vegna kórónu­veirukrepp­unnar. Samtals verður um fimm þúsund starfs­mönnum sagt upp eða tæplega helm­ingi þeirra sem unnu hjá félaginu áður en útbreiðsla Covid-19 setti rekst­urinn úr skorðum. Af öllum þessum fjölda starfs­manna þá stendur til að segja upp 650 flug­mönnum. Það verða þó ekki eingöngu … Lesa meira

Allt að 15 lönd fá aðgang að Evrópu

Næstu daga kemur í ljós hvaða tíu til fimmtán þjóðir, utan Evrópu, fá að ferðast til álfunnar frá og með byrjun júlí­mán­aðar. Ekki eru taldar neinar líkur á að Banda­ríkja­menn séu á þeim lista þar sem tíðni nýrra Covid-19 smita þar í landi er ennþá of há. Aftur á móti er talið líklegt að Evrópa … Lesa meira

Eigendur WOW fyrir ítalska þing­nefnd

Það hefur lengi verið á brattan að sækja hjá Alitalia, stærsta flug­fé­lagi Ítalíu. Fyrir­tækið hefur af þeim sökum verið í opin­berri eigu síðustu misseri eftir að áform um að koma því í hendur erlendra flug­fé­laga gengu ekki eftir. Forsvars­fólk endur­reisnar WOW air, undir forystu Michele Roosevelt Edwards, stjórn­ar­for­manns USAerospace Partners, lýsti svo strax í byrjun … Lesa meira

Finna fyrir miklum áhuga á Hálend­isrút­unni

Hálend­isrúta Kynn­is­ferða leggur í hann i dag en þessar ferðir eru sniðnar að þeim sem vilja ferðast um Þórs­mörk, Land­manna­laugar eða Skóga á eigin vegum í sumar. „Við höfum verið að fá eitt­hvað af bókunum og finnum fyrir miklum áhuga Íslend­inga á þessu en margir vilja fyrst sjá hvernig veðrið er. Við hvetjum þó fólk … Lesa meira