Hvatningaverðlaun ábyrgrar ferðaþjónustu til Hey Iceland

Það var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhenti í dag hvatningarverðlaun ábyrgrar ferðaþjónustu. Verðlaunahafinn í ár er Hey Iceland en í rökstuðningi dómnefndar segir að Hey Iceland byggi á traustum grunni Ferðaþjónustu bænda og hafi starfað eftir sjálfbærnistefnu frá árinu 2002. „Fyrirtækið hefur verið þátttakandi í Ábyrgri ferðaþjónustu frá upphafi og sett sér og birt … Lesa meira

Rúmlega fimmtungi færri áætlunarflug í ársbyrjun

Í haust hefur samdrátturinn í áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli numið rúmum fjórðungi en fjöldi erlendra ferðamanna hefur dregist minna saman eða um fimmtung. Þannig hefur takturinn verið síðan WOW air fór í þrot, hlutfallslega fækkar ferðafólki minna en flugferðunum til og frá landinu. Ef þróunin verður sú sama fyrstu þrjá mánuði næsta árs þá má gera … Lesa meira

SAS áfram í fluggír

Ársuppgjör skandinavíska flugfélagsins SAS var birt nú í morgun en reikningsár félagsins hefst í byrjun nóvember og líkur í enda október. Félagið var rekið með myndarlegum hagnaði á því síðasta en núna var búist við nokkru minni afgangi og þá aðallega vegna þess hve vikulangt verkfall flugmanna félagsins reyndist dýrt. Nú liggur aftur á móti fyrir … Lesa meira

Indigo Partners kaupa dótturfélag Norwegian

Þó Argentína sé stórt land þá hefur innanlandsflugið þar ekki gengið sem skildi. Fargjöldin hafa verið mjög há og íbúar landsins því frekar nýtt sér rútuferðir sem meðal annars hafa verið niðurgreiddar af hinu opinbera. Forráðamenn Norwegian flugfélagsins sáu hins vegar tækifæri í Argentínu og fyrir rúmu ári síðan hóf félagið að fljúga milli argentínskra … Lesa meira

Stjórnendur Ryanair draga úr væntingum

Forsvarsfólk Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, hafði gert ráð fyrir að næsta sumar yrðu tuttugu Boeing MAX þotur í flota félagsins. Það ríkir hins vegar óvissa um hvenær kyrrsetningu á þessum flugvélum verður aflétt. Af þeim sökum gaf Ryanair það út í dag að ný farþegaspá geir ráð fyrir 156 milljónum farþega á næsta reikningsári. Það … Lesa meira

Isavia auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Í framkvæmdaráði Isavia hafa setið níu framkvæmdastjórar auk Sveinbjörns Indriðasonar forstjóra. Í síðustu viku létu tveir af þremur framkvæmdastjórum fyrirtækisins af störfum og þá kom fram að til standi að ráða á ný í aðra stöðuna sem losnaði. Það starf hefur ekki ennþá verið auglýst en aftur á móti er nú laus til umsóknar ný … Lesa meira

siglo hotel

Stöðugt fleiri íslenskir hótelgestir

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, hótelstjóri Hótel Sigló, segist mjög sátt við ganginn í ár og er bjartsýn fyrir það næsta. Túristi lagði fyrir hana nokkrar spurningar um hótelreksturinn. Þið eruð eitt fárra íslenskra hótela með fullt hús hjá Tripadvisor. Hversu miklu máli sú einkunn? Hún er mjög mikilvæg fyrir okkur enda er þetta það sem að flestir … Lesa meira

flugvel innanlands isavia

Innanlandsflug vegur þungt á norrænum alþjóðaflugvöllum

Innanlandsflug er stór hluti af umsvifum alþjóðlegra flugvalla í löndunum í kringum okkur öfugt við það sem hefur tíðkast hér á landi. Og nú hafa ráðamenn ríkis og borgar ákveðið að kanna grundvöll fyrir því að flytja innanlandsflugið úr Vatnmýri og út í Hvassahraun. Áfram er þá gert ráð fyrir að halda alþjóðafluginu á Keflavíkurflugvelli. … Lesa meira

Brátt lenda allir á sama stað í Berlín

Áætlanagerð Þjóðverja hefur lengi verið rómuð og þýskt verkvit ein helsta útflutningsvara Þýskalands. Það átti því líklega enginn von á því að vígslu Brandenburg flugstöðvarinnar við Schönefeld flugvöll, í austurhluta Berlínar, yrði slegið á frest sumarið 2012. Það varð hins vegar raunin og rúmum sjö árum síðar eru farþegar ekki ennþá farnir að ganga um … Lesa meira

Liv áfram í ferðaþjónustu

Liv Bergþórsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Keahótela sem reka í dag ellefu hótel hér á landi og þar af sjö í Reykjavík. Liv var áður forstjóri símafyrirtækisins Nova en hefur líka reynslu af stjórnarstörfum í ferðaþjónustu. Þannig var hún lengi stjórnarformaður WOW air og tók sæti í stjórn Bláa lónsins fyrr á árinu. … Lesa meira