Samfélagsmiðlar

Kristján Sigurjónsson

HöfundurKristján Sigurjónsson
Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson

Kristján Sigurjónsson er annar tveggja ritstjóra FF7 og jafnframt ábyrgðarmaður og útgefandi. Kristján stofnaði Túrista, forvera FF7, árið 2009. Hann býr í Stokkhólmi. Kristján fjallar reglulega um málefni sem tengjast ferðaþjónustu og flugi í öðrum fjölmiðlum. [email protected]

„Ráðstefnudeild fyrirtækisins hefur verið rekin með tapi til lengri tíma og því ákveðið að hætta þeirri starfsemi. Fjögur störf voru lögð niður í tengslum við það. Til viðbótar voru gerðar hér skipulagsbreytingar sem hafa það í för með sér að einn stjórnandi lætur af störfum en það er ekki hagræðingaraðgerð,” segir Helgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri Iceland …

Þrír af hverjum fjórum bílum sem komu nýir á götuna í janúar og febrúar voru keyptir af einstaklingum, samtals 629 nýjar bifreiðar. Fyrstu tvo mánuðina í fyrra voru þær 1.140 og samdrátturinn milli ára nemur 45 prósent. Þessi mikla breyting kemur niður á öllum tegundum en áfram er hlutdeild Toyota langhæst á einstaklingsmarkaðnum. Fimmti hver …

Davíð Torfi Ólafsson

Tekjur Íslandshótela jukust um fjórðung í fyrra, námu 16,8 milljörðum króna og var hagnaðurinn, fyrir skatt, 621 milljón króna. Árið áður var tap upp á 113 milljónir króna fyrir skatt og fyrirtækið var rekið með tapi árin 2020 og 2021 þegar heimfaraldurinn olli því að ferðalög milli landa voru miklu takmarkaðri en áður. Rekstrarafkoma Íslandshótelanna, …

Það voru 156 þúsund útlendingar sem fóru í gegnum vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli í febrúar. Metárið 2018 voru þeir 160 þúsund samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem fram fer við vopnaleitina í Leifsstöð. Áætlunarferðirnar til og frá Keflavíkurflugvelli voru í síðasta mánuði jafn margar og þær voru í þessum mánuði fyrir 6 árum síðan eða nærri 1.700 hundruð …

Stærstu hluthafar Play ætla að leggja félaginu til 2,6 milljarða króna samkvæmt því sem fram kom í tilkynningu sem félagið sendi frá sér þann 20. febrúar sl. í tengslum við boðaða hlutafjáraukningu. Ekki kom fram í tilkynningunni hvaða fjárfestar tilheyra þessum hópi en á lista yfir 20 stærstu hluthafanna, sem birtur er á heimasíðu flugfélagsins, …

Flugfélagið Play birti uppgjör fyrir nýliðið ár þann 8. febrúar sl. og þar var niðurstaðan tap upp á ríflega 6 milljarða króna fyrir skatt. Í tengslum við birtingu uppgjörsins var tilkynnt að selja ætti nýtt hlutafé í félaginu fyrir þrjá til fjóra milljarða króna. Ekkert kom fram um mögulega þátttöku stærstu hluthafanna né á hvaða …

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir hagsmuni Íslands að rekin sé öflug tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli sem stenst samanburð við fremstu tengiflugvelli í heiminum. Til að sú verði raunin kann að vera æskilegt að endurskoða rekstrarform og eignarhald Isavia og fá strategíska fjárfesta með þekkingu og reynslu af rekstri og uppbyggingu flugvalla erlendis inn í eigendahópinn." Þetta sagði Guðmundur Hafsteinsson, …

Keflavíkurflugvöllur og stærsta flughöfn Evrópu, Heathrow í London, eru einu flugvellirnir í álfunni sem eru heimahöfn tveggja tengiflugfélaga. Á öðrum evrópskum flugvöllum er rekstur tengimiðstöðvar á hendi eins flugfélags. Á Schiphol er það KLM, Lufthansa situr eitt að Frankfurt, SAS er með tengimiðstöðina í Kaupmannahöfn og svo mætti áfram telja. Þessi dæmi rakti Bogi Nils …

Fjölgun flugferða héðan til London og Frankfurt í vetur er dæmi um offramboð að mati stjórnenda Icelandair líkt og þeir fóru yfir á uppgjörsfundi í byrjun febrúar. Starfsfólk Icelandair mun þó ekki þurfa að horfa til Play í þýsku borginni nú í sumar því helsti keppinauturinn gerir hlé á ferðum sínum til þangað frá 1. …

„Fyrir nokkrum árum var ég spurður að því í viðtali hvort það væri raunhæft að reka tvö tengiflugfélög með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli með sjálfbærum hætti, ég svaraði því neitandi og vísaði í söguna á Íslandi og aðstæður á mörkuðunum í kringum okkur. Horfandi á  þróunina hér á landi og úti í heimi síðustu ár get ég ekki …

Play hefur mestar tekjur af farþegum sem fljúga til og frá Íslandi en minni af þeim sem millilenda á Keflavíkurflugvelli á leiðinni milli Norður-Ameríku og Evrópu. Þetta hafa stjórnendur félagsins reglulega bent á og nú í febrúar fór hlutfall erlendra ferðamanna í farþegahópnum upp í 40 prósent. Svo hátt hefur hlutfallið ekki verið síðan í …

„Keahótel er ein stærsta hótelkeðja Íslands. Innan keðjunnar eru tíu hótel með 940 herbergjum og eru hótelin í Reykjavík, Akureyri, Grímsnesi, Vík og Siglufirði. Landsbankinn eignaðist 35% hlut í hótelkeðjunni í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins árið 2020." Svona hljómaði auglýsing Landsbankans á hlut sínum í Keahótelunum sem birt var í 28. nóvember sl. Sú fjárhagslega …

Þó nýliðið ár hafi ekki verið gott í íslenskum flugrekstri þá skiluðu stærstu flugfélagasamsteypur Evrópu vænum hagnaði. Hjá Lufthansa tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli ára og nam 1,7 milljörðum evra eða 250 milljörðum króna. Aðeins tvisvar áður hefur hagnaðurinn verið meiri að því fram kemur í tilkynningu. Þar segir jafnframt að þetta sé í fyrsta sinn …

Það voru nærri 214 þúsund farþegar sem flugu með Icelandair til og frá Keflavíkurflugvelli í febrúar. Það er viðbót um 32 þúsund farþega miðað við febrúar í fyrra sem var reyndar einum degi styttri. Að teknu tilliti til hlaupaársdagsins þá fjölgaði farþegum Icelandair um 14 prósent í febrúar í samanburði við sama tíma í fyrra. …

norwegian vetur

Gengi hlutabréfa í Norwegian hafa hækkað um 87 prósent sl. 6 mánuði en rekstur félagsins gengur betur en nokkurn tíma fyrr. Nú í morgunsárið birti félagið farþegatölur fyrir nýliðinn febrúar og niðurstaðan er í takt við það sem verið hefur því þoturnar eru þéttsetnari en áður. Sætanýtingin í febrúar nam 86 prósentum sem er hækkun …

Fram til 2026 verða 350 Airbus mjóþotur kallaðar til viðgerðar á ári hverju vegna galla í hreyflum af tegundinni GTF frá Pratt & Whitney. Gert er ráð fyrir að hver viðgerð geti tekið allt að 10 mánuði. Ástandið hefur því veruleg áhrif á fjölda flugfélaga, til dæmis Wizz Air sem hefur skorið niður áætlun sína …

Um fimmti hver bíll sem seldist hér á landi undir lok síðustu aldar kom frá Mitsubishi og síðustu ár hafa Outlander tengitvinnbílarnir frá japanska framleiðandanum notið vinsælda hjá íslenskum bílakaupendum. Það sem af er þessu ári hefur hins vegar enginn nýr Mitsubishi komið á götuna og á því verður ekki breyting í bráð. „Staðan á …

Til að snúa við rekstrinum þá ætla stjórnendur Icelandair og Play að halda áfram að auka framboðið en á nýliðnu ári varð hagnaðurinn hjá því fyrrnefnda mun minni en lagt var upp með og tapið hjá því síðarnefna miklu meira en vonir stóðu til. Nú í febrúar fjölgaði áætlunarferðunum hjá Icelandair um 136 sem nemur …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða