Hvalur í Hvalfirði

Heimurinn horfir á

Óviðkomandi er bannaður aðgangur að vinnslustöð Hvals hf. í Hvalfirði en forvitnir ferðamenn og nokkrir félagar evrópskra náttúruverndarsamtaka standa við girðinguna og á höfðanum ofan stöðvarinnar og fylgjast í þögn með því sem fram fer, hvernig risavaxinn skrokkur langreyðar er dreginn frá hlið Hvals 9 að landi og upp rennuna á vinnsluplanið.  Langreyðar í viðkvæmri … Lesa meira

Úr NYT

Heimurinn með augum samkynhneigðs flugmanns

Bókina hefur ekki rekið á fjörur Túrista en í vikunni ritaði þessi athyglisverði flugmaður pistil í ferðablað The New York Times. Fyrirsögnin var upp á íslensku: Samkynhneigður flugmaður varpar ljósi á þýðingu ferðalaga fyrir hinsegin fólk. Forvitnin var vakin. Víða um heim hafa gleðigöngur homma og lesbía mikið aðdráttarafl, Gay Pride er fagnað með tilþrifum … Lesa meira

Ekki rétt að útmála sem láglaunastétt

Upplýsingar sem finna má í skýrslu um launa- og tekjuþróun í ferðaþjónustu undanfarin ár og birt er í Mælaborði ferðaþjónustunnar styðja það álit Sigurlaugar Gissurardóttur á gistiheimilinu Brunnhóli á Mýrum í Hornafirði að það megi fá góðar tekjur í greininni. Gögnin eru frá Byggðastofnun og Hagstofu Íslands. Samkvæmt skýrslunni voru meðaltekjur í ferðaþjónustu hæstar í … Lesa meira

Treyst á að ferðafólkið gæti sín

Það var margt ferðafólk í Reynisfjöru þegar tíðindamaður Túrista átti leið þar um í gær. Margir fóru langt inn fyrir ráðlögð varúðarmörk í fjörunni. Fólk virðist hreinlega ekki trúa því hversu fljótt hægur öldugangur getur breyst í hættulega brimskafla. Sumir klifu í klettum og dáðust að öldurótinu, sem virtist þá stundina sakleysislegt. Þetta heitir Black … Lesa meira

„Fólk er svo glatt“

Bjart er yfir ferðabændum á Suðurlandi, allt komið í fullan gang og vel bókað hjá flestum fram á haust. Þannig er staðan á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit sem Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson eiga og hafa rekið frá 1990. Þau byrjuðu með sex herbergi en í dag eru þau 68. „Ferðaþjónustan hefur orðið til þess … Lesa meira

Draumaborgin París og aðsteðjandi ógnir

Það er óvissa í loftinu í Frakklandi eftir að úrslit þingkosninganna í landinu lágu fyrir. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, sem fagnaði stórsigri, sagði í ársbyrjun að hún vildi mæta samdrætti í komum erlends ferðafólks með því að þróa staðbundna franska ferðaþjónustu. Vissulega mætti ekki vanrækja erlend viðskiptasambönd en fráleitt væri að láta hagsmuni franskrar … Lesa meira