Keflavíkurflugvöllur

Hvetja íslensk stjórnvöld áfram í viðræðum við ESB

„Flugsamgöngur eru ein mikilvægasta grunnstoð byggðar á Íslandi auk þess sem efnahagslegur og samfélagslegur ávinningur af flugstarfsemi fyrir Ísland er ótvíræður. Mikið er í húfi við að vinna að sjálfbærri framtíð flugs um og á Íslandi og hafa flugfélög sett sér metnaðarfull markmið á sviði umhverfismála m.a. með því að taka þátt í verkefnum sem … Lesa meira

Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Dagmar Ýr ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar

Dagmar Ýr hefur frá 2013 verið yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli en áður var hún forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri. Hún er fulltrúi í háskólaráði Háskólans á Akureyri og situr í stjórn Stapa lífeyrissjóðs. Auk þess hefur Dagmar setið í fagráði Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Hvatasjóðs Seyðisfjarðar, heimastjórn Fljótsdalshéraðs, verið fulltrúi í … Lesa meira

Bílastæði við Keflavíkurflugvöll snemma morguns

Útlit fyrir mikla umferð um páska

Búist er við mikilli umferð um Keflavíkurflugvöll um páskana og líklegt að þeir sem koma akandi á eigin bíl þurfi að gefa sér góðan tíma til að finna stæði. Isavia bendir farþegum á að hægt er að tryggja sér bílastæði á betri kjörum með því að bóka stæði á netinu tímanlega fyrir brottför. Bókunarkerfið fyrir bílastæði … Lesa meira

Útgáfa vegabréfa gæti stöðvast í 5 vikur

Bretland hefur ekki verið með í Schengen samstarfinu og sagði sig úr Evrópusambandinu. Bretar fara því ekki langt án þess að vera með vegabréf og nú hótar fólkið sem útbýr passana að leggja niður störf frá 3. apríl og fram til 5. maí. Stéttarfélag starfsmannanna gerir kröfur um hærri laun, betri lífeyri, breytt uppsagnarákvæði og … Lesa meira

Keflavíkurflugvöllur

Umhverfismatsskýrsla til umsagnar

Umhverfismatsskýrslan er unnin að frumkvæði Isavia og fjallar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda sem félagið áformar á Keflavíkurflugvelli á komandi árum. Markmiðið er að styrkja flugbrautarkerfið, stækka flugstöð og bæta aðstöðu vegna fyrirséðrar fjölgunar farþega. Framkvæmdirnar verða unnar í samræmi við sjálfbærnistefnu Isavia, segir í tilkynningu frá félaginu, og verður uppbygging  flugvallarins BREEAM-vottuð, sem er alþjóðlegt vottunarkerfi … Lesa meira

Play

Valentín Lago inn fyrir Auði

Aðalfundur flugfélagsins Play fer fram Iðnó þann 7. mars og þar er lagt til að umboð fjögurra stjórnarmanna verði endurnýjað en að Spánverjinn Valentín Lago taki sæti Auðar Bjarkar Guðmundsdóttur. Varamaður verður sem fyrr Sigurður Kári Kristjánsson. Þetta kemur fram í Kauphallartilkynningu. Þar segir að Valentín Lago hafi meira en 30 ára reynslu af störfum … Lesa meira

Vonast til að minnka kolefnislosun um tíund með sjálfbæru flugvélaeldsneyti

Icelandair og IðunnH2 hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup flugfélagsins á allt að 45 þúsund tonnum á ári af innlendu, sjálfbæru flugvélaeldsneyti frá árinu 2028. Sú notkun myndi jafngilda minnkun útblásturs um allt að 10 prósent úr millilandaflugi Icelandair á ársgrundvelli að því segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að kolefnishlutlaust rafeldsneyti nýtist til íblöndunar á … Lesa meira

Tekur við nýrri stöðu hjá Play

Adrian Keating hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála Play og bætist við lykilstjórendahóp félagsins. Um er að ræða nýja stöðu innan flugfélagins. Adrian er með yfir 20 ára reynslu úr alþjóðlega fluggeiranum og mun vinna mjög náið með framkvæmdastjórn Play og aðstoða við uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi félagsins að því segir í tilkynningu. Adrian hóf feril sinn … Lesa meira

Halla, börn og farteski

Ferðast með börn á framandi slóðum

Eigum við að taka bílstólinn með? Hvernig kerru er best að taka? Eru moskítóflugur á staðnum? Hvað með ferðarúmið og ferðapúðann og ferða-allt-hitt sem við keyptum eða gætum keypt? Að halda á litlu barni er alltaf jafn sérstakt, það gleymist svo hratt hversu lítil börn geta verið á fyrstu vikunum og mánuðunum. Að pakka í … Lesa meira

Fjórar flugvélar evrópskra flugfélaga enn fastar í Úkraínu

Þegar Rússar réðust á Úkraínu aðfararnótt 24. febrúar í fyrra bönnuðu úkraínsk flugmálayfirvöld allt flug um lofthelgina. Nokkrum flugvélum á leið þangað var snúið við en aðrar fimm sátu fastar. Ungverska Wizz-flugfélaginu tókst að koma einni vélanna úr landi í september yfir til Katowice í Póllandi en eftir sitja í Úkraínu þrjár aðrar vélar félagsins. … Lesa meira