Sérvalin hótel fyrir Michelin

Það kemst ekki hvaða hótel sem er að hjá Tablet Hotels og það sama á við um Michelin sem deilir aðeins stjörnum sínum og meðmælum til veitingastaða sem skara fram úr. Og nú hafa Tablet Hotels og Michelin snúið bökum saman þannig að kröfuharðir ferðamenn geti fundið bæði sérvalin hótel og veitingastaði í ferðavísum Michelin. … Lesa meira

Ætla að lengja tímabilið með fleiri hjólareiðaferðum

Evrópskir túristar streyma vanalega til Mallorca frá vori og fram á haust en ferðamálayfirvöld á eyjunni telja sig þó eiga möguleika á að laða til eyjunnar fleiri ferðamenn aðra mánuði ársins. Þar er sérstaklega horft til þeirra sem vilja hjóla um sólareyjuna vinsælu. Af þeim sökum eru nú uppi áform um að lengja hjólastígakerfið í … Lesa meira

Hreint og öruggt á vegum Ferðamálastofu

Vísbendingar eru um að Covid – 19 muni breyta ferðavenjum og þörfum fólks með öðrum áherslum og breyttu viðhorfi. Til verða ný viðmið, ný gildi og aðrar kröfur. Mikilvægt er að ferðaþjónustan taki mið af þessu og að ferðaþjónustuaðilar séu tilbúnir að taka á öruggan og ábyrgan hátt á mótiviðskiptavinum. Ferðamálastofa hefur sett af stað … Lesa meira

Frí afbókun á bílaleigubílum 48 tímum fyrir afhendingu

Á vegum Rentalcars má finna bílaleigubíla í meira en 160 löndum og þar af við alla þá flugvelli sem flogið er til frá Íslandi. Rentalcars ber saman verð á ökutækjum hjá helstu bílaleigunum á hverjum áfangastað fyrir sig og býður auk þess upp á verðvernd. Leigutakar geta svo breytt bókun eða jafnvel afbókað og fengið … Lesa meira

vegabref 2

Íslenska vegabréfið áfram í 11.sæti á heimsvísu

Það getur verið kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja um vegabréfaáritun og í dag geta handhafar íslenskra vegabréfa komist inn í 181 land eða áfangastað án sérstakrar áritunar. Þetta er niðurstaða árlegrar könnunar Henley&Partners og þar deilir íslenska vegabréfið 11. sætinu ásamt pössum Slóvaka, Lítháa og Pólverja. Sá íslenski er þó ekki eins hátt metin á … Lesa meira

Aðstoðarforstjórinn í fyrsta MAX flugið

Hinar umtöluðu Boeing MAX þotur eru komnar í notkun á ný vestanhafs því í dag var komið að fyrsta áætlunarflugi American Airlines með þess háttar þotu síðan í mars í fyrra. Ferðinni var heitið frá Miami til New York og um borð var aðstoðarforstjóri flugfélagsins, Robert Isom. Hann flýgur svo aftur með þotunni til Flórída … Lesa meira

Ekkert flug á gamlársdag

Oftar en ekki þá liggja flugsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli niðri á jóladag en gamlársdagur hefur aftur á móti verið líflegur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á gamlársdag í fyrra voru til að mynda farnar nærri sjötíu áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Núna er hins vegar ekki ein einasta flugferð á áætlun flugvallarins þennan síðasta dag ársins. Á … Lesa meira

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners

Hætta að endurgreiða ferðamönnum virðisaukaskatt

Samhliða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa stjórnvöld þar í landi ákveðið að leggja niður allar endurgreiðslu á virðisaukaskatti til ferðamanna frá og með áramótum. Íslendingur sem farið hefur í búðaferð í Bretlandi getur þá ekki lengur gert kröfu á flugvellinum um að fá tilbaka um fimmtung af söluverðinu. Þessi ákvörðun breskra stjórnvalda hefur verið harðlega … Lesa meira

Ísland eitt þeirra landa sem hafa orðið fyrir mestu höggi vegna fækkunar ferðafólks

Samkvæmt greiningu Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) er Ísland í hópi þeirra landa í Evrópu sem hafa orðið fyrir hvað mestum samdrætti í komum ferðamanna á árinu. Malta, Portúgal og Serbía eru með álíka fækkun en þau lönd sem hafa orðið hvað verst úti eru Kýpur, Svartfjallaland, Rúmenía og Tyrkland með um eða yfir 77% fækkun. Þá hefur samdráttur í … Lesa meira

vin2

Íslendingar bókuðu 34 gistinætur í Vínarborg

Nú heldur ungverska flugfélagið Wizz Air út flugi milli Íslands og Vínarborgar allt árið um kring. Ferðirnar hafa þó að mestu legið niðri nú í haust og í október var til að mynda bara ein ferð í boði. Í ljósi þess og hversu miklar ferðatakmarkanir gilda þá þarf ekki að koma á óvart að fáir … Lesa meira