Reyna að ýta undir ferðaáhugann

„Ég held að það hafi aldrei verið eins mikilvægt að láta sig dreyma um ferðalag,” segir Lisa Rönnberg, markaðsstjóri TUI ferðaskrifstofanna á Norðurlöndunum, um nýja auglýsingaherferð fyrirtækins. En þessi stærsti ferðaskipuleggjandi í heimi hleypti af stokkunum nú í vikunni árlegri auglýsingaherferð sinni þrátt fyrir að ferðalög milli landa liggi nú að miklu leyti niðri. Segja … Lesa meira

Íslendingar geta áfram millilent í Bretlandi

Frá og með síðasta laugardegi þurfa allir þeir sem koma til Bretlands frá Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví. Ástæðan er sú að fjöldi nýrra kórónuveirusmita hér á landi er komiðnnyfir það viðmið sem bresk stjórnvöld setja. Þessar nýju reglur koma þó ekki í veg fyrir að farþegar geti flogið héðan til Bretlands og … Lesa meira

65 prósent færri ferðamenn á heimsvísu

Á fyrri helmingi þessa árs fækkaði ferðafólki á heimsvísu um 65 prósent samkvæmt nýrri samantekt Ferðamálanefndar Sameinuðu þjóðanna. Er þá aðeins horft til þess fjölda sem ferðast milli landa. Í heildina dróst sá hópur saman um 440 milljónir ferðamanna fyrstu sex mánuði ársins. Veltan í ferðaþjónustu heimsins minnkaði af þessum sökum fimmfalt meira en allt … Lesa meira

40 prósent afsláttur af sex ferðum

Nú hefur íslensk útgáfa af skosku leiðinni svokölluðu litið dagsins ljós. Því frá og með deginum í dag eiga íbúar á landsbyggðinni kost á fjörutíu prósent afslætti af flugmiðum til höfuðborgarinnar. Þó aðeins ef ferðast er í einkaerindum og í mesta lagi verður hægt að fá niðurgreiðslu á sex flugleggjum á ári. Nú í ár … Lesa meira

Demantshringurinn formlega opnaður

Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Þessi ferðamannaleið er 250 kílómetra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra áfangastaða. „Nafnið Demantshringurinn hefur verið notað um árabil um þessa … Lesa meira

Hlutfall vopnaðra flugfarþega þrefaldast

Það voru gerðar upptækar 4.432 byssur við vopnaleit á bandarískum flugvöllum í fyrra. Þar af voru 3.865 hlaðnar og var þetta enn eitt metárið þegar kemur að vopnaburði flugfarþega vestanhafs. Þetta met verður ósennilega slegið í ár enda eru miklu færri á ferðinni núna vegna Covid-19. Þannig fækkaði farþegum á bandarískum flugvöllum um 75 prósent … Lesa meira

83,5 prósent samþykktu kjarasamning

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa samþykkt nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2025. Atkvæðagreiðslu lauk í dag og voru 921 á kjörskrá. Atkvæðu greiddu 812 eða 88,17 prósent. Af þeim samþykktu 83,5 prósent samninginn en 13,42 prósent greiddu atkvæði gegn honum. Auð atkvæði voru 25 eða 3,08 prósent.

Let it Out í heimspressunni

Markaðsaðgerðin Let it Out, sem er hluti af markaðsverkefni Inspired by Iceland, hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla samkvæmt tilkynningu frá Íslandsstofu. Þar segir að fjallað hafi verið Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum og fyrstu fimm daga aðgerðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega … Lesa meira

Birta myndband af prófunum á Boeing MAX

Nú hafa flugstjórar vegum Flugsamgöngustofnunnar Bandaríkjanna (FAA) lokið fyrstu flugprófunum á Boeing MAX eftir að þoturnar voru kyrrsettar í mars í fyrra. Fyrsta flugtakið var á mánudaginn í þessari viku og var þotunni svo lagt á ný í gær. Á þessum þremur dögum lögðu flugstjórar og verkfræðingar FAA mat á þær breytingar sem flugvélaframleiðandinn hefur … Lesa meira

MAX þoturnar mögulega í loftið í dag

Að mati bandarískra flugmálayfirvalda er tímabært að hefja flugprófanir á Boeing MAX en allar þotur af þessari gerð voru kyrrsettar í mars í fyrra í kjölfar tveggja flugslysa þar sem 346 manns misstu lífið. Samkvæmt frétt Reuters er búist við að þessar prófanir hefjist nú þegar í dag en ekki liggur fyrir hvenær þoturnar yrðu … Lesa meira