Rafknúnar sætaferðir á flugvallarsvæðinu

Það eru aðeins þrjú bílaleigufyrirtæki með aðstöðu inn í Leifsstöð og viðskiptavinir hinna bílaleiganna fá lyklana sína annars staðar á flugvallarsvæðinu. Annað hvort með því að fara fótgangandi eða nýta sér sérstakar sætaferðir frá flugstöðinni. Fyrirkomulagið á þessum ferðumn hefur þó ekki verið nægjanlega gott og fengið neikvæða umsögn meðal flugfarþega. Meðal annars fyrir þær … Lesa meira

Icelandair horfir til rafvæðingar í innanlandsflugi

Icelandair skrifaði nú í viklulokin undir nýja viljayfirlýsingu við Heart Aerospace í tengslum við rafmagnsflugvél sem fyrirtækið vinnur að. Fulltrúar Icelandair verða jafnframt hluti ráðgjafanefndar sem sænski flugvélaframleiðandinn hefur sett á fót. Í ráðgjafanefndinni eru auk Icelandair fulltrúar frá flugfélögum, flugvélaleigum og flugvöllum. Ráðgjafanefndinni er ætlað að tryggja að flugvélin henti þörfum notenda sem best. … Lesa meira

Sindri Snær til Arctic Adventures

Sindri Snær Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðsmála og vaxtar hjá Arctic Adventures, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures, segir það vera mikinn feng að fá Sindra Snæ til liðs við fyrirtækið. „Sindri Snær kemur með mikilvæga reynslu og þekkingu á sviði stafrænnar þróunar og markaðssetningar sem mun hjálpa okkur við að ná markmiðum okkar … Lesa meira

Samstarfssamningur við Fimleikasambandið

Icelandair og Fimleikasamband Íslands undirrituðu í gær nýjan samstarfssamning í sal Gerplu í Kópavogi. Með samstarfinu mun Icelandair styðja við starf Fimleikasambandsins og starf afreksfólks í fimleikum sem felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög um allan heim að því segir í tilkynningu. Þar er meðal annars bent á að í morgun hafi fimm íslensk … Lesa meira

Lystiskip við Skarfabakka

Endurræsing ferðaþjónustunnar

Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir Ferðaþjónustudeginum 2022 í Norðurljósum í Hörpu miðvikudaginn 14. september kl. 15. Í tilkynningu segir að þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi risið hratt upp úr viðjum heimsfaraldurs þá séu áskoranirnar framundan eru fjölmargar. „Á fundinum verður fjallað um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu, áhrif greinarinnar á samfélagið og … Lesa meira

Bannað að mæta á einkaþotu eða þyrlu í útförina

Þeir þjóðhöfðingar sem ætla að vera viðstaddir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar hafa verið beðnir um að nýta sér áætlunarflug í stað þess að flúga með einkaþotu til Bretlands. Einnig verður gestunum bannað að nýta sér þyrluferðir eða notast við eigin bifreiðar í London. Allir verða einfaldlega fluttir að Westminster Abbey með rútu en þar fer … Lesa meira

Mun leiða Gray Line Worldwide

Guðrún Þórisdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gray Line á Íslandi, hefur verið ráðin í starf forseta Gray Line Worldwide, sem eru elstu og stærstu samtök fyrirtækja í skoðunarferðum í heiminum. Sem forseti GLW mun Guðrún leiða stefnumörkun samtakanna, vera talsmaður þeirra og annast samskipti við leyfishafa um allan heim að því segir í tilkynningu. Þar kemur … Lesa meira

vegabref 2

Færri ný íslensk vegabréf

Það hægist vanalega á útgáfu vegabréfa þegar líður á sumarið og þannig var það einnig að þessu sinni. Í ágúst voru um 3.052 vegabréf afgreidd en þau voru 5.299 í júlí. Í samanburði við ágúst árin á undan var útgáfan í nýliðnum ágúst þó blómlegri en verið hefur síðustu fjögur ár. Ef horft er lengra … Lesa meira

Ná samningi við flugmenn

Stjórnendur Lufthansa flugfélagsins hafa náð samkomulagi við flugmenn um nýjan kjarasamning. Þar með verður ekkert af boðaðri vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Í sumar hefur Lufthansa þurft að aflýsa meira en átta þúsund brottförum vegna verkfalla flugmanna. Nú síðast fyrir helgi þegar hundruðir flugferða voru felldar niður, þar á … Lesa meira

Óseldu sætin færri hjá Ryanair en Wizz Air

Það voru 16,9 milljónir farþega sem nýttu sér ferðir flugfélaga Ryanair í síðasta mánuði sem er 2 milljónum fleiri farþegar en í ágúst 2019. Sætanýtingin var að jafnaði 96 prósent. Fyrir heimsfaraldur var Easyjet næststærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu á eftir Ryanair. Núna er það hins vegar Wizz Air sem eru í öðru sætinu enda hefur félagið … Lesa meira