vegabref 2

Íslenska vegabréfið áfram í 11.sæti á heimsvísu

Það getur verið kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja um vegabréfaáritun og í dag geta handhafar íslenskra vegabréfa komist inn í 181 land eða áfangastað án sérstakrar áritunar. Þetta er niðurstaða árlegrar könnunar Henley&Partners og þar deilir íslenska vegabréfið 11. sætinu ásamt pössum Slóvaka, Lítháa og Pólverja. Sá íslenski er þó ekki eins hátt metin á … Lesa meira

Aðstoðarforstjórinn í fyrsta MAX flugið

Hinar umtöluðu Boeing MAX þotur eru komnar í notkun á ný vestanhafs því í dag var komið að fyrsta áætlunarflugi American Airlines með þess háttar þotu síðan í mars í fyrra. Ferðinni var heitið frá Miami til New York og um borð var aðstoðarforstjóri flugfélagsins, Robert Isom. Hann flýgur svo aftur með þotunni til Flórída … Lesa meira

Ekkert flug á gamlársdag

Oftar en ekki þá liggja flugsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli niðri á jóladag en gamlársdagur hefur aftur á móti verið líflegur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á gamlársdag í fyrra voru til að mynda farnar nærri sjötíu áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Núna er hins vegar ekki ein einasta flugferð á áætlun flugvallarins þennan síðasta dag ársins. Á … Lesa meira

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners

Hætta að endurgreiða ferðamönnum virðisaukaskatt

Samhliða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa stjórnvöld þar í landi ákveðið að leggja niður allar endurgreiðslu á virðisaukaskatti til ferðamanna frá og með áramótum. Íslendingur sem farið hefur í búðaferð í Bretlandi getur þá ekki lengur gert kröfu á flugvellinum um að fá tilbaka um fimmtung af söluverðinu. Þessi ákvörðun breskra stjórnvalda hefur verið harðlega … Lesa meira

Ísland eitt þeirra landa sem hafa orðið fyrir mestu höggi vegna fækkunar ferðafólks

Samkvæmt greiningu Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) er Ísland í hópi þeirra landa í Evrópu sem hafa orðið fyrir hvað mestum samdrætti í komum ferðamanna á árinu. Malta, Portúgal og Serbía eru með álíka fækkun en þau lönd sem hafa orðið hvað verst úti eru Kýpur, Svartfjallaland, Rúmenía og Tyrkland með um eða yfir 77% fækkun. Þá hefur samdráttur í … Lesa meira

vin2

Íslendingar bókuðu 34 gistinætur í Vínarborg

Nú heldur ungverska flugfélagið Wizz Air út flugi milli Íslands og Vínarborgar allt árið um kring. Ferðirnar hafa þó að mestu legið niðri nú í haust og í október var til að mynda bara ein ferð í boði. Í ljósi þess og hversu miklar ferðatakmarkanir gilda þá þarf ekki að koma á óvart að fáir … Lesa meira

Fyrsta flugferðin til Stokkhólms síðan í sumar

TF-ISR, 21 árs gömul farþegaþota Icelandair, lenti á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi klukkan 19 mínútur yfir tíu í morgun. Þetta var í fyrsta sinn síðan 19. ágúst sem farþegaflugvél Icelandair flýgur til sænsku höfuðborgarinnar. Nærri níu þúsund Íslendingar búa í Svíþjóð og næsta ferð Icelandair til Stokkhólms er á dagskrá föstudaginn 18. desember. Svo verður … Lesa meira

Let it out markaðsherferðin tilnefnd til verðlauna í Bandaríkjunum

Markaðsherferðin Let It Out sem keyrð var undir merkjum Inspired by Iceland síðastliðið sumar hefur verið tilnefnd til tvennra Digiday verðlauna. Tilnefningarnar eru í flokki almannatengsla annars vegar, og í flokknum besta auglýsingin hins vegar. Bandaríski fagmiðillinn Digiday verðlaunar árlega markaðsstarf fyrirtækja fyrir bæði hugmyndaauðgi og árangur og eru verðlaunin eftirsótt meðal fagfólks í markaðsgeiranum … Lesa meira

86 prósent færri farþegar

Það voru 331 þúsund farþegar sem nýttu sér ferðir SAS í nóvember. Samdrátturinn frá sama tíma í fyrra nemur 86 prósentum sem er meiri niðursveifla en var í rekstri félagsins í haust. Auknar ferðatakmarkanir eru helsta ástæðan fyrir þessari þróun nú byrjun vetrar samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Að jafnaði var rétt um fjórða … Lesa meira

Endurræsa Flugrútuna

Það eru fáir sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar þessa dagana og sætaferðir þaðan til höfuðborgarinnar hafa legið niðri síðustu vikur. Flugrútan, sem rekin er af Kynnisferðum, fór þó af stað á ný í dag og ætlunin er að fara reglulega milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar næstu tvær vikur. Ástæðan er sú aukning sem áformuð … Lesa meira