83,5 prósent samþykktu kjara­samning

Félags­menn Flug­freyju­fé­lags Íslands hafa samþykkt nýjan kjara­samning sem gildir til 30. sept­ember 2025. Atkvæða­greiðslu lauk í dag og voru 921 á kjör­skrá. Atkvæðu greiddu 812 eða 88,17 prósent. Af þeim samþykktu 83,5 prósent samn­inginn en 13,42 prósent greiddu atkvæði gegn honum. Auð atkvæði voru 25 eða 3,08 prósent.

Let it Out í heim­spress­unni

Mark­aðs­að­gerðin Let it Out, sem er hluti af mark­aðs­verk­efni Inspired by Iceland, hefur vakið mikla athygli erlendra fjöl­miðla samkvæmt tilkynn­ingu frá Íslands­stofu. Þar segir að fjallað hafi verið Ísland og verk­efnið á mjög jákvæðum nótum og fyrstu fimm daga aðgerð­ar­innar hefur hún verið til umfjöll­unar í um 350 erlendum miðlum sem ná saman­lagt til tæplega … Lesa meira

Birta mynd­band af próf­unum á Boeing MAX

Nú hafa flug­stjórar vegum Flug­sam­göngu­stofn­unnar Banda­ríkj­anna (FAA) lokið fyrstu flug­próf­unum á Boeing MAX eftir að þoturnar voru kyrr­settar í mars í fyrra. Fyrsta flug­takið var á mánu­daginn í þessari viku og var þotunni svo lagt á ný í gær. Á þessum þremur dögum lögðu flug­stjórar og verk­fræð­ingar FAA mat á þær breyt­ingar sem flug­véla­fram­leið­andinn hefur … Lesa meira

MAX þoturnar mögu­lega í loftið í dag

Að mati banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda er tíma­bært að hefja flug­próf­anir á Boeing MAX en allar þotur af þessari gerð voru kyrr­settar í mars í fyrra í kjölfar tveggja flug­slysa þar sem 346 manns misstu lífið. Samkvæmt frétt Reuters er búist við að þessar próf­anir hefjist nú þegar í dag en ekki liggur fyrir hvenær þoturnar yrðu … Lesa meira

Óska eftir heimild til fjár­hags­legra endur­skipu­lagn­ingar

Síðustu þrjá mánuði hafa tekjur Allra­handa GL, sem er rekstr­ar­aðili Gray Line hér á landi, aðeins numið 680 þúsund krónum. Mánuðina þrjá fyrir Covid-19 námu þær hins vegar um 700 millj­ónum króna. „Til að bæta gráu ofan á svart hafa orðið miklar tafir á greiðslu útistand­andi viðskiptakrafan í eigu Allra­handa GL. Það segir sig því … Lesa meira

Ferða­menn svindla sér inn í Danmörku

Það var í byrjun síðustu viku sem dönsk stjórn­völd opnuðu landa­mærin fyrir Þjóð­verjum, Norð­mönnum og Íslend­ingum. Þó er gerð sú krafa að ferða­fólk fram­vísi bókun á gist­ingu í alla vega sex nætur við komuna. Annars fær viðkom­andi ekki að fara inn í landið. Fljót­lega eftir opnun fóru danskir hóteleig­endur hins vegar að taka eftir því … Lesa meira

Rekstur syst­ur­fé­lags British Airways stöðvast

Fyrr í dag óskuðu stjórn­endur aust­ur­ríska lágfar­gjalda­flug­fé­lagsins LEVEL eftir greiðslu­stöðvun. Félagið tilheyrir IAG samsteyp­unni en innan hennar eru líka flug­félög eins og British Airways, Iberia, Aer Lingus og Vueling. Greiðslu­stöðv­unin nær aðeins til evrópska hluta starf­sem­innar því áfram munu þotur LEVEL frá Evrópu yfir til Norður- og Suður-Ameríku. Evrópski hluti LEVEL var reyndar ekki stór … Lesa meira

Fjöl­margir hafa nálgast sumar­gjöfina

Bláa lónið opnar á ný á föstu­daginn eftir að hafa verið lokað síðustu tólf vikur. Ekki er gert ráð fyrir miklum fjölda gesta í lónið fyrstu dagana enda er tíðni flug­ferða til landsins ennþá takmörkuð eins og Bára Mjöll Þórð­ar­dóttir, upplýs­inga­full­trúi Bláa lónsins, bendir á. Um langt árabil hefur Bláa lónið verið einn allra vinsæl­asti … Lesa meira

Ný stjórn Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands

Meðal helstu verk­efna Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands er að byggja upp ímynd Norð­ur­lands gagn­vart ferða­fólki, samræma upplýs­inga­gjöf, hvetja til nýsköp­unar og mark­aðs­setja nýjungar og viðburði. Mark­aðs­stofan hefur líka á sinni könnu flug­klasann 66N þar sem unnið er því að fá beint áætl­un­ar­flug til Akur­eyrar frá útlöndum. Aðal­fundur Mark­aðs­stof­unnar fór fram í lok maí og vegna ástandsins var … Lesa meira

easyjet 2017

Hröð loft­skipti í þotunum

Með þriggja til fjög­urra mínútna milli­bili er skipt um allt loft í farþega­rýmum flug­véla easyJet. Og síurnar í loftræsti­kerfi þotanna eru af sömu tegund og þær sem notaðar eru á sjúkra­húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju mynd­bandi frá easyJet. Þar sést líka hvernig flug­vélar þessa breska lággjalda­flug­fé­lags verða þrifnar á milli … Lesa meira